Enski boltinn

Salah og Robertson líklega ekki með gegn Crystal Palace

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Robertson og Salah eru meiddir á ökkla.
Robertson og Salah eru meiddir á ökkla. vísir/getty

Ólíklegt er að Mohamed Salah og Andy Robertson verði með Liverpool í leiknum gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Báðir glíma þeir við ökklameiðsli og léku ekki með landsliðum sínum (Egyptalandi og Skotlandi) í landsleikahléinu.

Joël Matip er enn frá vegna meiðsla hjá Liverpool en Joe Gomez gæti verið búinn að ná í tæka tíð fyrir leikinn.


Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur unnið ellefu af fyrstu tólf deildarleikjum sínum og gert eitt jafntefli.

Leikur Liverpool og Palace fer fram á Selhurst Park í London og hefst klukkan 15:00 á laugardaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.