Enski boltinn

Landsliðsþjálfari Ítala segir Kean verða að fara frá Everton

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Er ekki að finna sig hjá Everton
Er ekki að finna sig hjá Everton vísir/getty

Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, hvetur ítalska ungstirnið Moise Kean til að finna sér nýtt lið þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Hinn 19 ára gamli Kean er búinn að missa sæti sitt í landsliðshópnum eftir að hafa gengið til liðs við Everton frá Juventus síðastliðið sumar en Kean hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni til þessa og hefur enn ekki skorað fyrir Everton.

Ítalir skilja ekkert í spilatíma Kean hjá Everton en enska félagið borgaði tæplega 30 milljónir evra fyrir ungstirnið í sumar. 

„Ég vona að hann geti fundið sér félag sem leyfir honum alltaf að spila. Ef hann gerir það er hann einn af þeim leikmönnum sem gæti komist í hópinn fyrir lokakeppnina. Það veltur á því hvað hann gerir frá og með núna og þar til í maí,“ segir Mancini.

Kean á 3 landsleiki fyrir Ítalíu og hefur skorað tvö mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.