Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2019 09:57 Joe Biden, Bernie Sanders og Kamala Harris í kappræðunum í nótt. AP Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í Georgíuríki í nótt. Umræður um sjúkratryggingar voru sem fyrr áberandi í umræðum. Kappræðurnar hófust hins vegar á umræðum um ákæruferlið á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem frambjóðendurnir skiptust á að lýsa yfir óánægju með starfshætti og hegðun forsetans. Öll voru þau sammála um að nauðsynlegt væri að fá nýjan forseta kjörinn í kosningunum í nóvember á næsta ári. „Hann er líklega spilltasti forsetinn í sögunni,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders. Hann sagði þó einnig að nauðsynlegt væri fyrir Demókrata að einblína á eitthvað annað en Trump. „Vitið þið það, að ef við gerum það þá munum við tapa kosningunum,“ sagði forsetinn. Þegar frambjóðendurnir voru búnir að gagnrýna Trump barst talið, líkt og í fyrri kappræðum, að sjúkratryggingum, efnahagsmálum og umhverfis- og loftslagsmálum.Afstaða til sjúkratrygginga er líka eitt það helsta sem skilur frambjóðendur Demókrata að. Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren talaði fyrir nauðsyn þess að hverfa frá kerfi sem virki „betur fyrir þá ríku og eru með góð tengsl, og verr fyrir alla aðra“. „Ég er orðin þreytt á milljarðamæringum sem lifa á öðrum,“ sagði Warren. Washington Post segir frá því að Warren hafi talað mest í kappræðum gærdagsins, 13,4 mínútur. Pete Buttigieg, bæjarstjóri South Bend, talaði í 12,8 mínútur og fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden í 12,6 mínútur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O'Rourke hafi "hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O'Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. 2. nóvember 2019 09:19 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í Georgíuríki í nótt. Umræður um sjúkratryggingar voru sem fyrr áberandi í umræðum. Kappræðurnar hófust hins vegar á umræðum um ákæruferlið á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem frambjóðendurnir skiptust á að lýsa yfir óánægju með starfshætti og hegðun forsetans. Öll voru þau sammála um að nauðsynlegt væri að fá nýjan forseta kjörinn í kosningunum í nóvember á næsta ári. „Hann er líklega spilltasti forsetinn í sögunni,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders. Hann sagði þó einnig að nauðsynlegt væri fyrir Demókrata að einblína á eitthvað annað en Trump. „Vitið þið það, að ef við gerum það þá munum við tapa kosningunum,“ sagði forsetinn. Þegar frambjóðendurnir voru búnir að gagnrýna Trump barst talið, líkt og í fyrri kappræðum, að sjúkratryggingum, efnahagsmálum og umhverfis- og loftslagsmálum.Afstaða til sjúkratrygginga er líka eitt það helsta sem skilur frambjóðendur Demókrata að. Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren talaði fyrir nauðsyn þess að hverfa frá kerfi sem virki „betur fyrir þá ríku og eru með góð tengsl, og verr fyrir alla aðra“. „Ég er orðin þreytt á milljarðamæringum sem lifa á öðrum,“ sagði Warren. Washington Post segir frá því að Warren hafi talað mest í kappræðum gærdagsins, 13,4 mínútur. Pete Buttigieg, bæjarstjóri South Bend, talaði í 12,8 mínútur og fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden í 12,6 mínútur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O'Rourke hafi "hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O'Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. 2. nóvember 2019 09:19 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O'Rourke hafi "hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O'Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. 2. nóvember 2019 09:19