Toppurinn sprakk af geimfari SpaceX Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2019 14:21 EPA/ADAM S DAVIS Geimfar fyrirtækisins SpaceX skemmdist við prófanir í Texas í gær. Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér. Við það sprakk toppurinn af geimflauginni. Niðurstaðan virðist þó ekki hafa komið starfsmönnum SpaceX á óvart en talsmaður fyrirtækisins sagði tilgang tilraunarinnar vera að kanna hve mikinn þrýsting geimfarið þyldi. Hann sagði engan hafa sakað og að atvikið myndi ekki koma verulega niður á áætlunum SpaceX.Greiningaraðilum þykir síðasta staðhæfingin þó hæpin þar sem áætlanir SpaceX þóttu undarlegar fyrir. Hér má sjá atvikið í gær.RIP Starship Mk1. @LabPadre stream:https://t.co/CwiHPUf7D3pic.twitter.com/SckLfdIhw3 — Chris B - NSF (@NASASpaceflight) November 20, 2019 Starship er geimfar sem starfsmenn SpaceX eru að þróa og er því ætlað að flytja byrgðir og menn langt út í sólkerfið, til tunglsins og jafnvel til Mars. Elon Musk, kynnti frumgerðina í september og sagði að mögulega yrði hægt að skjóta henni út í geim á næstu mánuðum. Einhverjar útgáfur af geimfarinu gætu verið komnar á sporbraut um jörðu eftir hálft ár. Hér má sjá frétt frá september 2017 um ætlanir SpaceX að senda menn til Mars árið 2024.Starfsmenn SpaceX eru þó þegar byrjaðir á smíði annarrar útgáfu geimfarsins sem nefnist Starship Mk2. Elon Musk, stofnandi og eigandi SpaceX, sagði á Twitter í gær að vel kæmi til greina að sleppa alfarið að skjóta frumgerðinni og annarri kynslóð Starship á loft og notast þess í stað bara við þriðju kynslóðina. Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Geimfar fyrirtækisins SpaceX skemmdist við prófanir í Texas í gær. Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér. Við það sprakk toppurinn af geimflauginni. Niðurstaðan virðist þó ekki hafa komið starfsmönnum SpaceX á óvart en talsmaður fyrirtækisins sagði tilgang tilraunarinnar vera að kanna hve mikinn þrýsting geimfarið þyldi. Hann sagði engan hafa sakað og að atvikið myndi ekki koma verulega niður á áætlunum SpaceX.Greiningaraðilum þykir síðasta staðhæfingin þó hæpin þar sem áætlanir SpaceX þóttu undarlegar fyrir. Hér má sjá atvikið í gær.RIP Starship Mk1. @LabPadre stream:https://t.co/CwiHPUf7D3pic.twitter.com/SckLfdIhw3 — Chris B - NSF (@NASASpaceflight) November 20, 2019 Starship er geimfar sem starfsmenn SpaceX eru að þróa og er því ætlað að flytja byrgðir og menn langt út í sólkerfið, til tunglsins og jafnvel til Mars. Elon Musk, kynnti frumgerðina í september og sagði að mögulega yrði hægt að skjóta henni út í geim á næstu mánuðum. Einhverjar útgáfur af geimfarinu gætu verið komnar á sporbraut um jörðu eftir hálft ár. Hér má sjá frétt frá september 2017 um ætlanir SpaceX að senda menn til Mars árið 2024.Starfsmenn SpaceX eru þó þegar byrjaðir á smíði annarrar útgáfu geimfarsins sem nefnist Starship Mk2. Elon Musk, stofnandi og eigandi SpaceX, sagði á Twitter í gær að vel kæmi til greina að sleppa alfarið að skjóta frumgerðinni og annarri kynslóð Starship á loft og notast þess í stað bara við þriðju kynslóðina.
Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira