Fótbolti

Ekki búið að ákveða varavöll

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslendingar krossa fingur og vonast til að Laugardalsvöllur verði leikfær 26. mars.
Íslendingar krossa fingur og vonast til að Laugardalsvöllur verði leikfær 26. mars. vísir/vilhelm
Ekki er ljóst hvar leikur Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020 ef Laugardalsvöllur verður ekki leikfær 26. mars á næsta ári.

„Ég að vona að þetta gangi upp en við búum á Íslandi. Völlurinn er opinn og það er ekki hiti undir honum. Í raun er þetta bagalegt ástand, að efast um hvort við getum spilað hérna,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.

„Kiddi vallarstjóri og hans fólk mun gera allt til að við getum spilað hér en þau ráða kannski ekki við veður og vinda.“

Ákveða þarf leikstað í umspilinu fyrir 20. desember. Ekki er búið að ákveða varavöll ef Laugardalsvöllurinn verður óleikfær.

„Það er ekki búið að ákveða það. Ég veit að Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ], Guðni [Bergsson, formaður KSÍ] og þeirra fólk fundar um þetta statt og stöðugt. En þetta þarf að vera klárt 20. desember,“ sagði Freyr.


Tengdar fréttir

Rúmenar þjálfaralausir

Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×