Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ingvi Þór Sæmundsson og Tinni Sveinsson skrifa 22. nóvember 2019 11:15 Íslensku strákarnir mæta Rúmeníu á Laugardalsvellinum 26. mars 2020. Vísir/Daníel Þór Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Rúmeníu í undanúrslitum A-umspils um sæti á EM 2020. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 26. mars 2020.Við mætum Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020, en leikurinn fer fram 26. mars 2020! We will play Romania in the EURO 2020 playoffs, the game being played on the 26th of March!#fyririslandpic.twitter.com/YCOfBHSFlv — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 22, 2019 Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Búlgaría og Ungverjaland í Sofíu. Ísland mætir sigurvegaranum í úrslitaleik umspils 31. mars 2020. Leikurinn fer fram í Sofíu eða Búdapest. Ef Ísland vinnur báða leikina kemst það á annað Evrópumótið í röð. EM 2020 verður sýnt beint á Stöð 2 Sport. Einnig var dregið í B-, C- og D-umspil. Lars Lagerbäck og norsku strákarnir hans mæta Serbum í undanúrslit C-umspils á heimavelli. Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Here's the route for Northern Ireland, Republic of Ireland and Scotland to reach #Euro2020.https://t.co/sqikISykzM#bbcfootballpic.twitter.com/vAFFYTukDl — BBC Sport (@BBCSport) November 22, 2019 Ef Ísland kemst á EM verður liðið annað hvort í C- eða F-riðli. Ljóst er að Holland og Úkraína verða í C-riðli. Allir þrír leikir Hollendinga fara fram á Johann Cruyff-vellinum í Amsterdam, heimavelli Ajax. Hinir þrír leikirnir verða á þjóðarleikvangi Rúmeníu í Búkarest. Ísland getur einnig lent í F-riðli með Þýskalandi. Allir leikir þýska liðsins fara fram á heimavelli Bayern München, Allianz Arena. Hinir þrír leikirnir í riðlinum verða á nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi Ungverjalands í Búdapest. Fylgst var með drættinum í dag. Beina textalýsingu frá honum má sjá hér fyrir neðan.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Rúmeníu í undanúrslitum A-umspils um sæti á EM 2020. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 26. mars 2020.Við mætum Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020, en leikurinn fer fram 26. mars 2020! We will play Romania in the EURO 2020 playoffs, the game being played on the 26th of March!#fyririslandpic.twitter.com/YCOfBHSFlv — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 22, 2019 Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Búlgaría og Ungverjaland í Sofíu. Ísland mætir sigurvegaranum í úrslitaleik umspils 31. mars 2020. Leikurinn fer fram í Sofíu eða Búdapest. Ef Ísland vinnur báða leikina kemst það á annað Evrópumótið í röð. EM 2020 verður sýnt beint á Stöð 2 Sport. Einnig var dregið í B-, C- og D-umspil. Lars Lagerbäck og norsku strákarnir hans mæta Serbum í undanúrslit C-umspils á heimavelli. Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Here's the route for Northern Ireland, Republic of Ireland and Scotland to reach #Euro2020.https://t.co/sqikISykzM#bbcfootballpic.twitter.com/vAFFYTukDl — BBC Sport (@BBCSport) November 22, 2019 Ef Ísland kemst á EM verður liðið annað hvort í C- eða F-riðli. Ljóst er að Holland og Úkraína verða í C-riðli. Allir þrír leikir Hollendinga fara fram á Johann Cruyff-vellinum í Amsterdam, heimavelli Ajax. Hinir þrír leikirnir verða á þjóðarleikvangi Rúmeníu í Búkarest. Ísland getur einnig lent í F-riðli með Þýskalandi. Allir leikir þýska liðsins fara fram á heimavelli Bayern München, Allianz Arena. Hinir þrír leikirnir í riðlinum verða á nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi Ungverjalands í Búdapest. Fylgst var með drættinum í dag. Beina textalýsingu frá honum má sjá hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 Ísland komið í EM-umspilið Eftir úrslit dagsins í undankeppni EM 2020 er ljóst að Ísland er komið í umspil um sæti í lokakeppninni. 16. nóvember 2019 21:41 Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38
Ísland komið í EM-umspilið Eftir úrslit dagsins í undankeppni EM 2020 er ljóst að Ísland er komið í umspil um sæti í lokakeppninni. 16. nóvember 2019 21:41
Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00