Fótbolti

Íslensku A-landsliðin gætu leikið fjóra leiki í Ungverjalandi á næsta ári

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Puskás Aréna er glæsilegt mannvirki.
Puskás Aréna er glæsilegt mannvirki. vísir/getty

Íslensku A-landsliðin í fótbolta gætu leikið fjóra leiki í Ungverjalandi á næsta ári.

Íslenska kvennalandsliðið mætir því ungverska í undankeppni EM 2021 í Ungverjalandi 10. apríl 2020. Ekki liggur enn fyrir hvar leikurinn fer fram. Ísland vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvellinum með fjórum mörkum gegn einu.

Ef karlalandslið Íslands vinnur Rúmeníu og Ungverjaland vinnur Búlgaríu í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020 26. mars 2020 mætast liðin í úrslitaleik á Puskás Arena í Búdapest fimm dögum síðar.

Puskás Aréna er nýr og glæsilegur þjóðarleikvangur Ungverja sem tekur tæplega 68.000 manns í sæti. Fyrsti leikurinn á honum fór fram 15. nóvember síðastliðinn þegar Ungverjaland mætti Úrúgvæ í vináttulandsleik.

Ef Ísland kemst á EM 2020 leikur það tvo leiki á Puskás Aréna.

Ljóst er að Ísland verður í F-riðli EM með Þýskalandi. Allir leikir Þjóðverja fara fram á Allianz Aréna í München en hinir þrír leikirnir í riðlinum á Puskás Arena.

Auk þess fer einn leikur í 16-liða úrslitum EM fram á Puskás Aréna. Hann er einn tólf leikvanga þar sem leikirnir á EM fara fram.

Vígsluleikurinn á Puskás Arena fór fram 15. nóvember síðastliðinn. vísir/getty

Tengdar fréttir

Rúmenar þjálfaralausir

Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.