Fótbolti

Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúmenía tapaði 5-0 fyrir Spáni í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020.
Rúmenía tapaði 5-0 fyrir Spáni í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020. vísir/getty

Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020.

Rúmenar eru fyrir ofan Íslendinga á styrkleikalista FIFA. Rúmenía er í 29. sæti heimslistans en Ísland í 40. sæti.

Ísland og Rúmenía hafa aðeins tvisvar mæst áður. Liðin voru saman í riðli í undankeppni HM 1998. Rúmenar unnu báða leikina 4-0.

Rúmenía endaði í 4. sæti í F-riðli undankeppni EM 2020. Rúmenar fengu 14 stig. Einu sigrar þeirra komu gegn Færeyingum og Maltverjum. Auk þeirra voru Spánverjar, Svíar og Norðmennirnir hans Lars Lagerbäck með Rúmenum í riðlinum. Noregur og Rúmenía gerðu jafntefli í báðum leikjunum.

Í C-deild Þjóðadeildarinnar lenti Rúmenía í 2. sæti síns riðils. Rúmenska liðið tapaði ekki leik; vann þrjá leiki og gerðu þrjú jafntefli. Auk Rúmeníu voru Serbía, Svartfjallaland og Litháen í riðlinum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.