Sasha Baron Cohen: „Hitler hefði getað keypt áróðursauglýsingar á Facebook“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 10:53 Sasha Baron Cohen var gagnrýninn á stefnu Facebook í auglýsingamálum. getty/Astrid Stawiarz Breski grínistinn Sasha Baron Cohen segir að ef Facebook hafi verið til á fjórða áratugi síðustu aldar hefði Hitler geta nýtt sér miðilinn til að deila skoðunum sínum. Grínistinn gagnrýndi miðilinn í ræðu sem hann flutti í New York en þá gagnrýndi hann einnig Google, Twitter og YouTube fyrir að deila falsfréttum með notendum sínum. Twitter tilkynnti í lok október að pólitískar auglýsingar yrðu bannaðar á miðlinum frá og með 22. nóvember alþjóðlega. Fyrr í vikunni greindi Google einnig frá því að pólitískir auglýsendur fengju ekki leyfi til að beina auglýsingum að kjósendum með því að rýna í leitarsögu eða aðra þætti. Þá sé verið að þrýsta á Facebook í meira mæli til að fylgja þessu fordæmi. Þá sagði fyrirtækið í yfirlýsingu að Baron Cohen hafi mistúlkað stefnu fyrirtækisins og að hatursorðræða væri ekki heimiluð á samfélagsmiðlum þess. „Við bönnum fólk sem talar fyrir ofbeldi og við fjarlægjum hvern þann sem styður það. Enginn – þar á meðal stjórnmálamenn – getur talað fyrir eða auglýst hatur, ofbeldi eða fjöldamorð á Facebook,“ var bætt við í yfirlýsingunni.Segir Facebook dreifa lygum Baron Cohen talaði á ráðstefnunni Never is Now, sem var haldin á vegum Anti-Defamation Legue, og skaut hann á Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, sem varði ákvörðun fyrirtækisins í október að banna ekki pólitískar falsfréttir á miðlinum. „Ef þú borgar þeim mun Facebook deila hvaða pólitísku auglýsingu sem þú vilt, jafnvel þótt hún dreifi lygum. Þeir munu jafnvel hjálpa þér að beina lyginni að notendum til að hún hafi sem mest áhrif,“ sagði Baron Cohen. „Ef Facebook hefði verið til á fjórða áratugnum, hefði Hitler getað birt 30 sekúndna auglýsingar þar sem hann kynti „lausnir“ sínar vegna „gyðingavandans.“ Þá sagði Baron Cohen að kominn væri tími til að „endurhugsa tilgang samfélagsmiðla og hvernig þeir breiða út hatri, lygum og samsæriskenningum.“ Hann setti einnig spurningarmerki við þá staðhæfingu Zuckerbergs að Facebook væri brjóstvörn tjáningarfrelsis. „Ég held að við getum öll verið sammála um það að við ættum ekki að gefa hræsnurum og barnaníðingum pall til að viðra skoðanir sínar og til að nálgast fórnarlömb,“ bætti hann við. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Breski grínistinn Sasha Baron Cohen segir að ef Facebook hafi verið til á fjórða áratugi síðustu aldar hefði Hitler geta nýtt sér miðilinn til að deila skoðunum sínum. Grínistinn gagnrýndi miðilinn í ræðu sem hann flutti í New York en þá gagnrýndi hann einnig Google, Twitter og YouTube fyrir að deila falsfréttum með notendum sínum. Twitter tilkynnti í lok október að pólitískar auglýsingar yrðu bannaðar á miðlinum frá og með 22. nóvember alþjóðlega. Fyrr í vikunni greindi Google einnig frá því að pólitískir auglýsendur fengju ekki leyfi til að beina auglýsingum að kjósendum með því að rýna í leitarsögu eða aðra þætti. Þá sé verið að þrýsta á Facebook í meira mæli til að fylgja þessu fordæmi. Þá sagði fyrirtækið í yfirlýsingu að Baron Cohen hafi mistúlkað stefnu fyrirtækisins og að hatursorðræða væri ekki heimiluð á samfélagsmiðlum þess. „Við bönnum fólk sem talar fyrir ofbeldi og við fjarlægjum hvern þann sem styður það. Enginn – þar á meðal stjórnmálamenn – getur talað fyrir eða auglýst hatur, ofbeldi eða fjöldamorð á Facebook,“ var bætt við í yfirlýsingunni.Segir Facebook dreifa lygum Baron Cohen talaði á ráðstefnunni Never is Now, sem var haldin á vegum Anti-Defamation Legue, og skaut hann á Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, sem varði ákvörðun fyrirtækisins í október að banna ekki pólitískar falsfréttir á miðlinum. „Ef þú borgar þeim mun Facebook deila hvaða pólitísku auglýsingu sem þú vilt, jafnvel þótt hún dreifi lygum. Þeir munu jafnvel hjálpa þér að beina lyginni að notendum til að hún hafi sem mest áhrif,“ sagði Baron Cohen. „Ef Facebook hefði verið til á fjórða áratugnum, hefði Hitler getað birt 30 sekúndna auglýsingar þar sem hann kynti „lausnir“ sínar vegna „gyðingavandans.“ Þá sagði Baron Cohen að kominn væri tími til að „endurhugsa tilgang samfélagsmiðla og hvernig þeir breiða út hatri, lygum og samsæriskenningum.“ Hann setti einnig spurningarmerki við þá staðhæfingu Zuckerbergs að Facebook væri brjóstvörn tjáningarfrelsis. „Ég held að við getum öll verið sammála um það að við ættum ekki að gefa hræsnurum og barnaníðingum pall til að viðra skoðanir sínar og til að nálgast fórnarlömb,“ bætti hann við.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira