Enski boltinn

Kane heimsótti Pochettino eftir brottreksturinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á góðri stundu.
Á góðri stundu. vísir/getty
Skærasta stjarna Tottenham, Harry Kane, segir það hafa verið áfall fyrir leikmenn félagsins þegar tilkynning um brottrekstur Mauricio Pochettino úr starfi barst.

Fréttir þess efnis bárust seinni partinn síðastliðinn þriðjudag og um 12 klukkustundum síðar var tilkynnt um ráðningu Jose Mourinho.

Kane brást við þessum fréttum með því að heimsækja Pochettino á þriðjudagskvöld en óhætt er að segja að undir stjórn Pochettino hafi stórstjarnan Kane orðið til þó hann hafi fyrstu tækifærin undir stjórn Tim Sherwood.

„Ég vildi fara og hitta hann og við spjölluðum saman í nokkra klukkutíma. Það var gott að ná að gera það áður en nýr stjóri kom inn,“ segir Kane sem er engu að síður mjög spenntur fyrir að vinna með Mourinho.

„Þetta var mikið högg fyrir alla á þriðjudagskvöld og það gildir líka um leikmennina. Hlutirnir gerðust hratt og skyndilega erum við komnir með nýjan stjóra. Einn besta stjórann sem hefur verið í leiknum svo að sjálfsögðu þarf maður að mæta þessum aðstæðum með réttu hugarfari,“ segir Kane.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×