Erlent

Keiko Fujimori verður sleppt úr haldi

Andri Eysteinsson skrifar
Keiko Fujimori hefur setið inni í rúmt ár.
Keiko Fujimori hefur setið inni í rúmt ár. Getty/Manuel Medir
Stjórnskipunardómstóll Suður-Ameríku ríkisins Perú hefur fyrirskipað að Keiko Fujimori, leiðtogi Fuerza Popular, verði sleppt úr haldi en hún hefur setið í fangelsi vegna ásakana um peningaþvætti og spillingu síðan á síðasta ári. Reuters greinir frá.

Keiko Fujimori,sem er dóttir hins umdeilda fyrrum forseta Alberto Fujimori sem gegndi embættinu á árunum 1990 til 2000, var handtekin í október 2018 grunuð um að hafa verið í forsvari fyrir glæpasamtök og að hafa þegið milljónir dala með ólöglegum hætti frá Brasilíska byggingafyrirtækinu Odebrecht.  Fujimori hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu.

Dómstólinn ákvað í dag að sleppa Fujimori úr haldi, en þó með minnsta mun. Fjórir dómarar greiddu atkvæði með því að sleppa henni en þrír á móti. Forseti dómstólsins, Ernesto Blume sagði á blaðamannafundi að niðurstaða dagsins hefði ekkert að segja um málaferlin gegn henni. Ákvörðunin um að leysa Fujimori úr haldi gæfi hvorki sekt hennar né sakleysi til kynna.

Eftir tvo mánuði, eða þann 26. janúar, fara fram þingkosningar í Perú.

Flokkur FujimoriFuerza Popular hafði setið í meirihluta þingsæta á síðasta þingi áður en að þing var rofið og boðað til kosninga vegna spillingamála sem skóku perúsk stjórnmál.


Tengdar fréttir

Keikó vill verða forseti í Perú

Keiko Fujimori, dóttir umdeilds fyrrverandi forseta í Perú, á samkvæmt skoðanakönnunum raunhæfa möguleika á öðru sætinu í forsetakosningum í Perú, sem haldnar verða á morgun. Reiknað er með að kosið verði milli tveggja efstu í seinni umferð kosninganna, sem haldnar yrðu í júní.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.