Erlent

Starfs­mönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni

Atli Ísleifsson skrifar
Don McGhan starfaði sem lögmaður forsetaembættisins.
Don McGhan starfaði sem lögmaður forsetaembættisins. Getty
Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum en hingað til hefur Hvíta húsið borið við friðhelgi.

Úrskurðinum er sérstaklega beint að Don McGhan, fyrrverandi lögmanni forsetaembættisins, og þarf hann því að bera vitni í rannsókn um aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Úrskurðurinn hefur þó einnig áhrif á rannsókn þingsins varðandi samskipti Donald Trump forseta og Úkraínuforseta.

McGhan, sem lét af störfum í október 2018, var stefnt fyrir rannsóknarnefndina í maí síðastliðinn en þá neitaði hann að taka við stefnunni og þar við sat.

Dómsmálaráðuneytið hefur þegar lýst því yfir að þessari ákvörðun dómarans verði áfrýjað og því mun það dragast enn að McGahn beri vitni.

Dómarinn tók sérstaklega fram í úrskurði sínum að enginn væri hafinn yfir lög. Þá hafi forsetinn ekki vald til að stöðva aðstoðarmenn sína frá því að bera vitni fyrir þingnefnd, þar sem „forsetar eru ekki kóngar“.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.