Enski boltinn

Merson segir Arsenal að sækja Pochettino

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Mauricio Pochettino á leið aftur í enska boltann?
Er Mauricio Pochettino á leið aftur í enska boltann? vísir/getty
Paul Merson, sparkspekingur Sky Sports, segir að Arsenal eigi að skipta út Unai Emery fyrir Mauricio Pochettino og það sem fyrst.

Pressan er orðin gífurleg á Unai Emery eftir magurt gengi Arsenal að undanförnu en liðið hefur einungis unnið fjóra af fjórtán leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Pochettino var rekinn frá Tottenham í síðustu viku og Merson segir að það sé engin spurning hvað Arsenal eigi að gera.

„Arsenal ætti að fara á eftir Mauricio Pochettino. Hann hefur ekki unnið neitt en hann hefur bætt Tottenham tífalt síðustu fimm ár. Hann er topp stjóri,“ sagði Merson í pistli sínum á Sky Sports.

„Ég veit að hann var hjá Tottenham en George Graham var hjá Arsenal og fór hina leiðina. Þetta er hluti af fortíðinni. Svona topp stjórar koma ekki svo oft - og þegar þú þarft ekki einu sinni að borga til að fá þá,“ en Pochettino er eðlilega samningslaus.





„Held ég að þetta gerist? Nei. Ætti þetta að gerast? Já. En þetta mun ekki gerast. Rígurinn milli Arsenal og Tottenham er ekki eins og hann var. Þegar ég ólst upp var þetta risa fótboltaleikur.“

„Fyrir suma þessa leikmenn er það ekki lengur málið. Þetta er ekki eins og Chelsea og Manchester City gegn Liverpool. Þetta er ekki lengur feitletrað í dagatalinu því það eru ekki margir heimamenn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×