Erlent

Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna

Andri Eysteinsson skrifar
Trump náðaði Butter og Bread í dag.
Trump náðaði Butter og Bread í dag. AP/Evan Vucci
Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. AP greinir frá.

Allt frá árinu 1989, þegar George H. WBush gegndi embætti forseta hafa forsetar Bandaríkjanna náðað kalkúna skömmu fyrir Þakkagjörðarhátíðina. Við athöfnina grínaðist Trump með yfirstandandi rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans. Trump sagði kalkúnana hafa verið þjálfaða í að halda ró sinni undir öllum kringumstæðum.

Það muni koma sér vel því að þeim hefur þegar verið gert að mæta fyrir þingnefnd í kjallaranum hjá þingmanninum Adam Schiff sem fer fyrir nefndinni sem rannsakar mál forsetans.

Kalkúnarnir Bread og Butter prísa sig því líklega sæla að hafa hlotið náðun forsetans þetta árið. Kalkúnarnir tveir sem eru 20 kg annars vegar og 21 kg hins vegar eru báðir frá Norður-Karólínu, þeir munu nú flytjast búferlum til Virginíufylkis þar sem að alifugladeild Virgina Tech háskólans mun sjá til þess að þeir njóti lífsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×