Enski boltinn

„Vantar upp á fagmennskuna hjá Barkley“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ross Barkley hefur gert heldur mikið af því að komast í fyrirsagnirnar vegna atburða utan vallar
Ross Barkley hefur gert heldur mikið af því að komast í fyrirsagnirnar vegna atburða utan vallar vísir/getty
Frank Lampard hefur gagnrýnt Ross Barkley fyrir að sýna ekki af sér næga fagmennsku í ljósi mynda af honum berum að ofan á nætúrklúbbi.

Barkley var ekki í enska landsliðshópnum í nýliðnum landsliðsglugga svo hann var í fríi. Nýtti hann fríið vel og birtust myndir af honum í ensku slúðurblöðunum berum að ofan úti á lífinu.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem hann kemst í fréttirnar fyrir atvik utan vallar, en honum lenti saman við leigubílsstjóra fyrr á tímabilinu.

Knattspyrnustjórinn Frank Lampard hefur sagt Barkley að hann þurfi að taka sig taki, en Barkley fór ekki með liði Chelsea til Valencia. Barkley hefur þó verið að glíma við ökklameiðsli á síðustu vikum.

„Þetta eru tvö aðskilin atriði, annað þeirra eru fyrirsagnirnar í þessari viku,“ sagði Lampard. „Ross veit hvað mér fanst um fyrra atvikið. Ég stóð við bakið á honum þá og ég geri það enn.“

„En hann sýndi ekki nógu mikla fagmennsku að mínu mati.“

„Ég vil ekki setja of mikið út á þetta, því ég skil að leikmennirnir eru manneskjur og lifa sínu lífi. Ég stjórna ekki hverju augnabliki í lífi þeirra svo mér finnst hann ekki hafa gert neitt hræðilegt.“

Chelsea mætir Valencia í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×