Enski boltinn

Fær nýjan sex ára samning á sínu fyrsta tímabili

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Graham Potter.
Graham Potter. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Brighton & Hove Albion tilkynnti í gær að félagið hefði gert nýjan samning við Graham Potter sem nær til ársins 2025 en Potter tók við stjórnartaumunum hjá félaginu síðasta sumar og gerði þá fjögurra ára samning.

Brighton er í 12.sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 13 umferðir en liðið hafnaði í 17.sæti á síðustu leiktíð eftir að hafa endað í 15.sæti sem nýliði í deildinni tímabilið 2017/2018.

Potter er 44 ára gamall Englendingur sem kom sér á kortið þegar hann stýrði sænska liðinu Östersund en hann kom liðinu úr sænsku D-deildinni upp í Allsvenskan og alla leið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar á þeim átta árum sem hann stýrði sænska liðinu.

Hann stýrði Swansea í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×