Ungverjar draga sig úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 17:57 Conchita Wurst vakti mikla athygli þegar hún keppti í Eurovision en hún sigraði keppnina árið 2013. Conchitu var mikið fagnað meðal hinseginfólks í Evrópu. getty/Ragnar Singsaas Ungverjaland mun ekki taka þátt í Eurovision á næsta ári en engin ástæða var gefin fyrir þeirri ákvörðun. Margir telja þó að ríkisstjórn landsins, sem er langt á hægri skalanum, finnist keppnin „of hýr.“ Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hatursorðræða gegn hinsegin fólki hefur aukist gríðarlega upp á síðkastið í Ungverjalandi, en Viktor Orbán, forseti landsins, hefur innleitt stefnu sem kallast „fjölskyldan fyrst,“ sem ætlað er að hjálpa „hefðbundnum“ fjölskyldum og auka fæðingartíðni. Fyrr á árinu bar forseti ungverska þingsins saman barnaníð og ættleiðingu samkynja para. Þá sagði fjölmiðlamaður, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, að Eurovision væri samansafn samkynhneigðra og það að sleppa þátttöku myndi ýta undir andlegt heilbrigði landsmanna. Heimildarmaður Guardian innan ungverska ríkisútvarpsins segir að þrátt fyrir að engin ástæða hafi verið gefin fyrir ákvörðuninni séu starfsmenn vissir um að ástæðan sé tengsl keppninnar við hinseginmenningu. „Ég var ekki hissa,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti því við að fjölmiðlafólk væri ekki hvatt til að fjalla um hinseginmál og réttindi hinseginfólks af jákvæðni. Í síðustu viku spurði þingmaður í stjórnarandstöðunni hvers vegna verið væri að draga landið úr keppninni. Svarið sem hann fékk frá ráðherra var að ákvörðunin hafi verið tekin af ríkisútvarpi landsins og að ríkisstjórnin hafi ekki komið að ákvörðuninni. „Ég fagna þessari ákvörðun, sérstaklega vegna andlegs heilbrigðis, að Ungverjaland muni ekki taka þátt í þessari uppskeruhátíð samkynhneigðra sem þessi alþjóðlega söngvakeppni er orðin,“ sagði András Bencsik, ritstjóri miðils sem lýst hefur yfir stuðningi við ríkisstjórnina. Eurovision Ungverjaland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Ungverjaland mun ekki taka þátt í Eurovision á næsta ári en engin ástæða var gefin fyrir þeirri ákvörðun. Margir telja þó að ríkisstjórn landsins, sem er langt á hægri skalanum, finnist keppnin „of hýr.“ Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hatursorðræða gegn hinsegin fólki hefur aukist gríðarlega upp á síðkastið í Ungverjalandi, en Viktor Orbán, forseti landsins, hefur innleitt stefnu sem kallast „fjölskyldan fyrst,“ sem ætlað er að hjálpa „hefðbundnum“ fjölskyldum og auka fæðingartíðni. Fyrr á árinu bar forseti ungverska þingsins saman barnaníð og ættleiðingu samkynja para. Þá sagði fjölmiðlamaður, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, að Eurovision væri samansafn samkynhneigðra og það að sleppa þátttöku myndi ýta undir andlegt heilbrigði landsmanna. Heimildarmaður Guardian innan ungverska ríkisútvarpsins segir að þrátt fyrir að engin ástæða hafi verið gefin fyrir ákvörðuninni séu starfsmenn vissir um að ástæðan sé tengsl keppninnar við hinseginmenningu. „Ég var ekki hissa,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti því við að fjölmiðlafólk væri ekki hvatt til að fjalla um hinseginmál og réttindi hinseginfólks af jákvæðni. Í síðustu viku spurði þingmaður í stjórnarandstöðunni hvers vegna verið væri að draga landið úr keppninni. Svarið sem hann fékk frá ráðherra var að ákvörðunin hafi verið tekin af ríkisútvarpi landsins og að ríkisstjórnin hafi ekki komið að ákvörðuninni. „Ég fagna þessari ákvörðun, sérstaklega vegna andlegs heilbrigðis, að Ungverjaland muni ekki taka þátt í þessari uppskeruhátíð samkynhneigðra sem þessi alþjóðlega söngvakeppni er orðin,“ sagði András Bencsik, ritstjóri miðils sem lýst hefur yfir stuðningi við ríkisstjórnina.
Eurovision Ungverjaland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira