Innlent

Á­skorun mót­mælenda af­hent þing­flokks­for­mönnum

Heimir Már Pétursson skrifar
Fulltrúar samtaka sem mótmæltu á Austurvelli síðast liðinn laugardag afhentu fulltrúum stjórnmálaflokkka á Alþingi í dag áskorun um lögbindingu draga stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.

Áréttað er að þar með sé átt við þau ákvæði sem þar sé að finna um auðlindir. Þá er þess krafist að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings og að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér.

Árni Már Jensson einn fulltrúa mótmælenda sagði landsmenn búna að fá nóg. „Honum sé ekki sætt í embætti. Hagsmunatengslin séu of mikil. Eðli lýðræðisins byggir á trausti og þetta traust er farið,“ sagði Árni Már


Tengdar fréttir

Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×