Enski boltinn

„Hver myndi mæta fyrir utan mömmu og pabba?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Phil Jones í leiknum um helgina.
Phil Jones í leiknum um helgina. vísir/getty
Phil Jones hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Manchester United en hann átti meðal annars sök á einu marki Sheffield United er liðin gerðu 3-3 jafntefli á sunnudaginn.

Jones skrifaði undir fjögurra ára samning við United í febrúar en ein klásúla samningsins var sú að hann fengi heiðursleik hjá félaginu vegna tíu ára starfsafmælis.

Enski varnarmaðurinn hafði víst lítinn áhuga á því og á að hafa sagt samkvæmt The Athletic: „Hver myndi mæta fyrir utan mömmu og pabba?“







Jones gekk í raðir United sem táningur en hann skrifaði undir samning hjá félaginu árið 2011 er hann kom frá Blackburn en United hafði þá betur í baráttunni við Liverpool, Arsenal og Chelsea.

Sir Alex Ferguson hafði mikla trú á Jones og það hafði Sir Bobby Charlton einnig en Jones hefur einungis leikið 220 leiki fyrir félagið á þeim átta árum sem hann hefur verið þar.

Hann hefur varla komist í leikmannahópinn hjá Ole Gunnar Solskjær en byrjaði svo í leiknum gegn Sheffield United. Eftir mistökin í fyrri hálfleik var hann tekinn út af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×