Enski boltinn

Man. United á jafn mikla möguleika og Leipzig á að fá Håland

Anton Ingi Leifsson skrifar
Norðmaðurinn fagnar marki sínu í gær.
Norðmaðurinn fagnar marki sínu í gær. vísir/getty
RB Leipzig mun ekki hafa forkaupsrétt á framherjanum Erling Braut Håland sem leikur með RB Salzburg en bæði Salzburg og Leipzig eru í eigu Red Bull.

Þessi nítján ára gamli Norðmaður hefur farið á kostum á leiktíðinni en hann hefur skorað átta Meistaradeildarmörk í fyrstu fimm leikjum sínum í keppninni.

Hann skoraði eitt marka Salzburg í gær er liðið vann 4-1 sigur á Genk sem gerir það að verkum að liðið á enn möguleika á að komast í 16-liða úrslitin.

Þeir þurfa að vinna Evrópumeistara Liverpool í síðustu umferðinni á heimavelli.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Håland en Man. United er talið mjög áhugasamt. Hins vegar var talið að klásúlu milli Leipzig og Salzburg myndi gera það að verkum að Håland myndi flytja sig til Þýskalands næsta sumar en sú klásúla er ekki í gildi.







„Það er enginn svoleiðis klásúla á milli okkar,“ sagði Christoph Freund, yfirmaður knattspyrnumála hjá Salzburg, við Kicker. „Við myndum aldrei vera með svoleiðis klásúlu. Það hefur ekki verið þannig og mun ekki verða þannig.“

Þetta ætti að hljóma eins og tónlist í eyrum Manchester United en Ole Gunnar Solskjær og Håland unnu saman er þeir voru saman hjá Molde.

Líklegt má telja að hinn ungi Norðmaður flytji sig um set næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×