Erlent

Fjörutíu látnir eftir skjálftann í Albaníu

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkur hundruð eftirskjálftar hafa mælst, þar af tveir af stærðinni 5,0.
Nokkur hundruð eftirskjálftar hafa mælst, þar af tveir af stærðinni 5,0. Getty
Talsmenn albanskra yfirvalda segja að fjörutíu manns hið minnsta hafi látið lífið í skjálftanum sem varð í landinu á þriðjudag. Ekki liggur fyrir um hve margir séu enn grafnir í rústum þeirra húsa sem eyðilögðust í skjálftanum.

„Tíu fórnarlömb til viðbótar fundust í nótt, sem þýðir að tala látinna er nú komin í fjörutíu,“ segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti landsins.

Skjálftinn mældist 6,4 að stærð og olli meðal annars eyðileggingu í strandbænum Durres og þorpinu Thumane.

Á þriðja hundrað erlendra sérfræðinga taka þátt í björgunarstarfinu, þar með talið Sólveig Þorvaldsdóttir byggingaverkfræðingur.

Skjálfti þriðjudagsins er sá öflugasti í álfunni á þessu ári og fannst hann víða á Balkanskaga og Ítalíu.

Nokkur hundruð eftirskjálftar hafa mælst, þar af tveir af stærðinni 5,0.


Tengdar fréttir

Íslendingur til Albaníu að samræma björgunaraðgerðir

Sólveig Þorvaldsdóttir byggingaverkfræðingur er komin til Albaníu á veg­um Sam­einuðu þjóðanna, þar sem hún tek­ur þátt í því að skipu­leggja og sam­ræma björg­un­araðgerðir vegna jarðskjálftans aðfaranótt þriðjudags.

Enn hækkar tala látinna í Albaníu

Alls hafa 26 manns fundist látnir og 650 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir skjálftann sem mældist 6,4 að stærð.

Öflugir eftirskjálftar trufla björgunarstarf

Öflugir eftirskjálftar hafa truflað björgunarstarf í Albaníu eftir að jarðskjálfti reið yfir landið í fyrrinótt. Minnst 26 hafa farist og á sjöunda hundrað slasast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×