Enski boltinn

Úr leik um helgina eftir að hafa rekið tána í eldhúsborðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sofiane Boufal lenti í frekar óvenjulegum meiðslum
Sofiane Boufal lenti í frekar óvenjulegum meiðslum vísir/getty
Sofiane Boufal mun líklega ekki spila með Southampton í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir að hann meiddist í eldhúsinu heima hjá sér.

Knattspyrnustjórin Ralph Hasenhuttl sagði blaðamönnum í dag að Boufal hafi ekki getað æft síðustu þrjá daga eftir að hann rak stóru tána í heima hjá sér.

„Boufal rak stóru tána í eldhúsborðið heima hjá sér. Hún er svolítið bólgin og það verður erfitt fyrir hann að ná að spila um helgina,“ sagði Hasenhuttl.

„Hann var að hlaupa í gegnum eldhúsið og rak fótinn í borðið. Táin er ekki brotin en hún er mjög bólgin.“

Boufal hefur verið hjá Southampton síðan 2016. Hann hefur tekið þátt í 10 af 13 deildarleikjum til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×