Erlent

Útlit fyrir stórsigur SWAPO í Namibíu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Talning atkvæða gengur hægt í Namibíu þar sem landsmenn kusu sér nýtt þing og forseta á miðvikudaginn.

Nú þegar sextíu prósent atkvæða hafa verið talin í þingkosningunum hefur ríkisstjórnarflokkurinn 65 prósent. Það er fimmtán prósentustigum minna en í síðustu kosningum.

Forseti landsins tapar einnig fylgi en er þó sem stendur með 56 prósent, fékk 87 prósent síðast.

Talið er að fylgistapið megi rekja meðal annars til Samherjamálsins, en tveir fyrrverandi ráðherrar flokksins hafa verið sakaðir um mútuþægni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×