Íslenski boltinn

Breiða­blik keypti ung­linga­lands­liðs­mann frá Aftur­eldingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Róbert Orri og Óskar Hrafn, þjálfari Blika.
Róbert Orri og Óskar Hrafn, þjálfari Blika. mynd/blikar
Róbert Orri Þorkelsson er genginn í raðir Breiðablik frá Aftureldingu þar sem hann hefur leikið allan sinn feril.

Breiðablik tilkynnti þetta í morgun en sögusagnir hafa verið undanfarnar vikur að Róbert Orri væri á leiðinni til félagsins.

Róbert er því fyrsti leikmaðurinn sem Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, fær til félagsins en Breiðablik keypti Róbert frá Aftureldingu.„Það er okkur Blikum mikil ánægjutíðindi að samkomulag hafi náðst milli félaganna og að Róbert Orri skyldi velja Breiðablik þar sem hann mun halda áfram að vaxa og dafna,“ segir á vef Blika.

Róbert Orri er fæddur árið 2002 og lék sinn fyrsta leik fyrir Afturelding í meistaraflokki síðasta sumar. Hann hefur leikið 23 unglingalandsleiki og skorað eitt mark.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.