Erlent

Iohannis með mest fylgi en þörf á annarri umferð

Atli Ísleifsson skrifar
Klaus Iohannis tók við forsetaembætti í Rúmeníu árið 2014.
Klaus Iohannis tók við forsetaembætti í Rúmeníu árið 2014. Getty
Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, fékk flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í Rúmeníu sem fram fóru í dag.

Útgönguspár gera ráð fyrir að þörf sé á annarri umferð, en þar verður kosið milli Iohannis og leiðtoga stjórnarandstöðunnar og leiðtoga Jafnaðarmanna, Viorica Dancila. Dancila hefur áður gegnt embætti forsætisráðherra landsins.

Síðari umferð forsetakosninganna mun fara fram þann 24. nóvember næstkomandi.

Útgönguspá IRES sýnir að Iohannis hafi fengið 38,7 prósent atkvæða, en Dancila 22 prósent. Dan Barna, leiðtogi Björgum Rúmeníu, fékk 16,1 prósent atkvæða.

Búist er við að landskjörstjórn opinberi niðurstöður kosninganna annað kvöld. Kosningaþátttaka var 48 prósent, en þátttaka brottfluttra Rúmena hefur aldrei verið meiri í forsetakosningum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×