Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 14:00 Notast verður við Falcon 9 eldflaug SpaceX í dag. Vísir/SpacX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. Sú fyrsta er að þetta verður í fjórða sinn sem umrædd eldflaug verður notuð í geimskot og hefur það aldrei verið gert áður. Þá er verið að endurnýta „nef“ annarrar eldflaugar í fyrsta sinn. Um er að ræða þann hluta eldflauga sem ver farminn gegn þeim hita og þrýstingi sem myndast við geimskot. Eftir að eldflaugar eru sendar upp úr gufuhvolfinu er nefið yfirleitt látið falla í hafið í tveimur hlutum. Forsvarsmenn SpaceX hafa þó lengi viljað endurnýta nef eldflauganna. Þau kosta um sex milljónir dala, sem er tiltölulega stór hluti kostnaðarins við hvert geimskot eða um tíu prósent. Með því að endurnýta eldflaugar hefur SpaceX tekist að draga verulega úr kostnaði geimskota.Ekki er hægt að sækja nef eldflauga í sjóinn og nota þau aftur af ótta við ryð. Hér má sjá gamalt myndband um hvernig nef þessi virka. Þau kallast „fairing“ á ensku.Því hafa starfsmenn SpaceX gripið til þess ráðs að notast við tvö drónaskip sem bera nöfnin Ms. Tree og Ms. Chief og eru útbúin stórum netum. Þau verða notuð til að reyna að grípa báða helminga nefsins sem hafa verið útbúin með fallhlífum. Hér má sjá eitt drónaskip grípa einn helming nefs fyrr á þessu ári. Það var í fyrsta sinn sem það tókst eftir nokkrar tilraunir á undanförnum árum. Hér má svo sjá tilraun SpaceX frá því í janúar.Recent fairing recovery test with Mr. Steven. So close! pic.twitter.com/DFSCfBnM0Y — SpaceX (@SpaceX) January 8, 2019 Geimskotið á að fara fram klukkan 14:56 í dag (að íslenskum tíma) og verður eldflauginni skotið frá Flórída. Veðrið lítur vel út fyrir geimskotið en verði því frestað stendur til að reyna aftur á morgun. Lenda á eldflauginni í fjórði sinn og á hún að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You undan ströndum Flórída.Vilja dreifa interneti um jörðina alla Áðurnefndir smá-gervihnettir tilheyra Starlink, sem er keðja gervihnatta sem forsvarsmenn SpaceX vilja koma á sporbraut um jörðu í um 280 kílómetra hæð. Þetta er í annað sinn sem gervihnöttum sem þessum er skotið á loft en það var síðast gert í maí. Stjörnufræðingar eru þó langt frá því að vera sáttir við þessar ætlanir. SpaceX ætlar sum sé að nota gervihnettina til að veita aðilum á jörðu niðri aðgang að internetinu sem hafa ef til vill ekki aðgang að því með hefðbundnum leiðum. Til stendur að byrja í Norður-Ameríku eftir að sex förmum hefir verið skotið á loft. Samkvæmt SpaceX þarf 24 geimskot til að bjóða þessa þjónustu á heimsvísu. Sem er ætlunin og þá verða tugir þúsunda svona gervihnatta á braut um jörðina.Starlink will connect the globe with reliable and affordable high-speed broadband services pic.twitter.com/dWVvPwVWU4 — SpaceX (@SpaceX) May 24, 2019 Eins og áður segir eru stjörnufræðingar þó ekki sáttir við þessar ætlanir forsvarsmanna SpaceX. Þeir hafa kvartað yfir því að gervihnettir þessir séu allt of bjartir. Birtan frá þeim, eftir einungis eitt geimskot, hafi þegar byrjað að koma niður á því sem stjörnufræðingar geta séð frá jörðu niðri.Blaðamenn Space.com ræddu við stjörnufræðing sem hefur fylgst með Starlink-gervihnöttunum og er. með öðrum, að kanna hvort birta stjarna minnki vegna gervihnattanna. Þó rannsókninni sé ekki lokið segir hann bráðabirgðaniðurstöður hennar ekki góðar.Hægt sé að sjá gervihnettina með berum augum. Þar að auki verði gervihnettirnir svo margir að þeir verði sífellt að þvælast fyrir sjónaukum. Elon Musk, stofnandi og eigandi SpaceX, hefur sagt að tillit verði tekið til gagnrýni vísindamanna og að reynt verði að smíða gervihnettina svo þeir endurkasti minna ljósi til jarðarinnar. Engar áætlanir varðandi það hafa þó verið opinberaðar og enginn munur er á gervihnöttunum sem skjóta á á loft í dag og þeim sem skotið var á loft í mái, varðandi birtu. Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Skotárás nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. Sú fyrsta er að þetta verður í fjórða sinn sem umrædd eldflaug verður notuð í geimskot og hefur það aldrei verið gert áður. Þá er verið að endurnýta „nef“ annarrar eldflaugar í fyrsta sinn. Um er að ræða þann hluta eldflauga sem ver farminn gegn þeim hita og þrýstingi sem myndast við geimskot. Eftir að eldflaugar eru sendar upp úr gufuhvolfinu er nefið yfirleitt látið falla í hafið í tveimur hlutum. Forsvarsmenn SpaceX hafa þó lengi viljað endurnýta nef eldflauganna. Þau kosta um sex milljónir dala, sem er tiltölulega stór hluti kostnaðarins við hvert geimskot eða um tíu prósent. Með því að endurnýta eldflaugar hefur SpaceX tekist að draga verulega úr kostnaði geimskota.Ekki er hægt að sækja nef eldflauga í sjóinn og nota þau aftur af ótta við ryð. Hér má sjá gamalt myndband um hvernig nef þessi virka. Þau kallast „fairing“ á ensku.Því hafa starfsmenn SpaceX gripið til þess ráðs að notast við tvö drónaskip sem bera nöfnin Ms. Tree og Ms. Chief og eru útbúin stórum netum. Þau verða notuð til að reyna að grípa báða helminga nefsins sem hafa verið útbúin með fallhlífum. Hér má sjá eitt drónaskip grípa einn helming nefs fyrr á þessu ári. Það var í fyrsta sinn sem það tókst eftir nokkrar tilraunir á undanförnum árum. Hér má svo sjá tilraun SpaceX frá því í janúar.Recent fairing recovery test with Mr. Steven. So close! pic.twitter.com/DFSCfBnM0Y — SpaceX (@SpaceX) January 8, 2019 Geimskotið á að fara fram klukkan 14:56 í dag (að íslenskum tíma) og verður eldflauginni skotið frá Flórída. Veðrið lítur vel út fyrir geimskotið en verði því frestað stendur til að reyna aftur á morgun. Lenda á eldflauginni í fjórði sinn og á hún að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You undan ströndum Flórída.Vilja dreifa interneti um jörðina alla Áðurnefndir smá-gervihnettir tilheyra Starlink, sem er keðja gervihnatta sem forsvarsmenn SpaceX vilja koma á sporbraut um jörðu í um 280 kílómetra hæð. Þetta er í annað sinn sem gervihnöttum sem þessum er skotið á loft en það var síðast gert í maí. Stjörnufræðingar eru þó langt frá því að vera sáttir við þessar ætlanir. SpaceX ætlar sum sé að nota gervihnettina til að veita aðilum á jörðu niðri aðgang að internetinu sem hafa ef til vill ekki aðgang að því með hefðbundnum leiðum. Til stendur að byrja í Norður-Ameríku eftir að sex förmum hefir verið skotið á loft. Samkvæmt SpaceX þarf 24 geimskot til að bjóða þessa þjónustu á heimsvísu. Sem er ætlunin og þá verða tugir þúsunda svona gervihnatta á braut um jörðina.Starlink will connect the globe with reliable and affordable high-speed broadband services pic.twitter.com/dWVvPwVWU4 — SpaceX (@SpaceX) May 24, 2019 Eins og áður segir eru stjörnufræðingar þó ekki sáttir við þessar ætlanir forsvarsmanna SpaceX. Þeir hafa kvartað yfir því að gervihnettir þessir séu allt of bjartir. Birtan frá þeim, eftir einungis eitt geimskot, hafi þegar byrjað að koma niður á því sem stjörnufræðingar geta séð frá jörðu niðri.Blaðamenn Space.com ræddu við stjörnufræðing sem hefur fylgst með Starlink-gervihnöttunum og er. með öðrum, að kanna hvort birta stjarna minnki vegna gervihnattanna. Þó rannsókninni sé ekki lokið segir hann bráðabirgðaniðurstöður hennar ekki góðar.Hægt sé að sjá gervihnettina með berum augum. Þar að auki verði gervihnettirnir svo margir að þeir verði sífellt að þvælast fyrir sjónaukum. Elon Musk, stofnandi og eigandi SpaceX, hefur sagt að tillit verði tekið til gagnrýni vísindamanna og að reynt verði að smíða gervihnettina svo þeir endurkasti minna ljósi til jarðarinnar. Engar áætlanir varðandi það hafa þó verið opinberaðar og enginn munur er á gervihnöttunum sem skjóta á á loft í dag og þeim sem skotið var á loft í mái, varðandi birtu.
Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Skotárás nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira