Tillerson og Kelly reyndu að fá Haley til að „bjarga landinu“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 10:18 Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum. AP/Seth Wenig Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir tvo háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, hafa reynt að fá sig í lið með þeim með því markmiði að „bjarga landinu“. Þeir hafi grafið undan forsetanum og hunsað hann. Um er að ræða þá Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Trump, og John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í nýrri bók segir Haley að þeir hafi sagst vera að streitast gegn Trump. Þeir væru ekki óhlýðnir, heldur væru þeir að reyna að bjarga landinu. „Þeirra ákvarðanir, ekki forsetans, voru í hag Bandaríkjanna, sögðu þeir. Forsetinn vissi ekki hvað hann væri að gera,“ sagði Haley um samskiptin við Tillerson og Kelly. Þeir sögðu henni að fólk myndi deyja ef enginn héldi aftur af Trump. Hún neitaði að vinna með þeim. Í stað þess að segja það við mig, hefðu þeir átt að segja þetta við forsetann. Ekki biðja mig um að ganga til liðs við þá,“ sagði Haley í viðtali á CBS. Hún sagði einnig að þeir hefðu frekar átt að hætta en að reyna að grafa undan forsetanum.Í samtali við Washington Post segir Haley að henni hafi verið verulega brugðið eftir samskiptin og þau hafi verið hneykslanleg. Trump hafi verið kjörinn til að framfylgja stefnumálum sínum. Það hafi þeir Tillerson og Kelly ekki verið. Tillerson hefur ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna um ummælin en Kelly sagði Washington Post að ef það að veita forsetanum þá bestu ráðgjöf sem hægt væri, væri að vinna gegn honum, þá væri hann sekur.Samband Trump við bæði Tillerson og Kelly var erfitt á köflum. Meðal annars hafa borist fregnir af því að báðir hafi talað illa um forsetann.Kelly er sagður hafa ítrekað kallað Trump „fífl“ svo starfsmenn Hvíta hússins hafi heyrt til. Þá á Tillerson að hafa kallað forsetann „helvítis fávita“. Trump rak svo Tillerson með tísti.Haley, sem Repúblikanar telja góðan kost í framboð til forseta árið 2024, gagnrýndi Trump iðulega í kosningabaráttunni en hún studdi Marco Rubio. Meðal annars gagnrýndi hún forsetann vegna skapgerðar hans og sagði hann geta dregið Bandaríkin inn í stríð vegna þess að hann yrði svo reiður í hvert sinn sem hann væri gagnrýndur. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir tvo háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, hafa reynt að fá sig í lið með þeim með því markmiði að „bjarga landinu“. Þeir hafi grafið undan forsetanum og hunsað hann. Um er að ræða þá Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Trump, og John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í nýrri bók segir Haley að þeir hafi sagst vera að streitast gegn Trump. Þeir væru ekki óhlýðnir, heldur væru þeir að reyna að bjarga landinu. „Þeirra ákvarðanir, ekki forsetans, voru í hag Bandaríkjanna, sögðu þeir. Forsetinn vissi ekki hvað hann væri að gera,“ sagði Haley um samskiptin við Tillerson og Kelly. Þeir sögðu henni að fólk myndi deyja ef enginn héldi aftur af Trump. Hún neitaði að vinna með þeim. Í stað þess að segja það við mig, hefðu þeir átt að segja þetta við forsetann. Ekki biðja mig um að ganga til liðs við þá,“ sagði Haley í viðtali á CBS. Hún sagði einnig að þeir hefðu frekar átt að hætta en að reyna að grafa undan forsetanum.Í samtali við Washington Post segir Haley að henni hafi verið verulega brugðið eftir samskiptin og þau hafi verið hneykslanleg. Trump hafi verið kjörinn til að framfylgja stefnumálum sínum. Það hafi þeir Tillerson og Kelly ekki verið. Tillerson hefur ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna um ummælin en Kelly sagði Washington Post að ef það að veita forsetanum þá bestu ráðgjöf sem hægt væri, væri að vinna gegn honum, þá væri hann sekur.Samband Trump við bæði Tillerson og Kelly var erfitt á köflum. Meðal annars hafa borist fregnir af því að báðir hafi talað illa um forsetann.Kelly er sagður hafa ítrekað kallað Trump „fífl“ svo starfsmenn Hvíta hússins hafi heyrt til. Þá á Tillerson að hafa kallað forsetann „helvítis fávita“. Trump rak svo Tillerson með tísti.Haley, sem Repúblikanar telja góðan kost í framboð til forseta árið 2024, gagnrýndi Trump iðulega í kosningabaráttunni en hún studdi Marco Rubio. Meðal annars gagnrýndi hún forsetann vegna skapgerðar hans og sagði hann geta dregið Bandaríkin inn í stríð vegna þess að hann yrði svo reiður í hvert sinn sem hann væri gagnrýndur.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira