Ranglega sakaðar um verkfallsbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 10:10 Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum. Vísir/Vihelm Þær Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir, blaðamenn á vef Morgunblaðsins, voru í gær ranglega sakaðar um brot gegn löglega boðuðum verkfallsaðgerðum Blaðamannafélags Íslands. Þær hafa nú fengið afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef BÍ. Í verkfallsaðgerðum síðasta föstudag, sem hófust klukkan 10, hófu blaðamenn Morgunblaðsins, sem alla jafna skrifa ekki á vef blaðsins, að birta fréttir á vefnum. Nokkrar fréttir voru þá birtar í nafni blaðakvennanna þriggja. Það var gert án samþykkis og vitundar þeirra. Í yfirlýsingu BÍ eru blaðakonurnar beðnar afsökunar á því að hafa ranglega verið dregnar inn í málið og sagt að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is, verði krafið skýringa á því hver beri ábyrgð á birtingu frétta í nafni blaðakvennanna, að þeim forspurðum, meðan á vinnustöðvun stóð. „Árvakur hélt uppteknum hætti í vinnustöðvun Blaðamannafélagsins í gær og ríflega 40 fréttir birtust meðan á verkfallinu stóð milli klukkan 10 og 18. Árvakur er eina fyrirtækið sem brýtur gegn vinnustöðvuninni, en framkvæmd hennar var til fyrirmyndar á Sýn, RÚV og Fréttablaðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að frekari gagna verði aflað um brot Árvakurs og þeim bætt við þau gögn sem fyrir átti að leggja fram í Félagsdómi, í máli BÍ gegn félaginu. Málið verður þingfest á þriðjudag. Á föstudaginn lögðu vefblaðamenn og ljósmyndarar á Vísi, Fréttablaðinu og vefhluta Morgunblaðsins, auk tökumanna Ríkisútvarpinu, niður störf í átta klukkustundir. Viku áður hafði sami hópur lagt niður störf í fjórar klukkustundir. Er þetta liður í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins, sem nú á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Meðan á verkfallsaðgerðum stóð birtist þó fjöldi frétta á vef mbl. Starfsmenn vefsins hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þess, sem lesa má hér.Allir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn og fréttastjórar mbl.is ítreka vonbrigði sín Á meðan vinnustöðvuninni stóð birtust fréttir á mbl.is sem skrifaðar voru af öðrum blaðamönnum Árvakurs og lausapennum. 15. nóvember 2019 18:23 Styðja verkföll kollega sinna Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. 15. nóvember 2019 06:28 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Þær Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir, blaðamenn á vef Morgunblaðsins, voru í gær ranglega sakaðar um brot gegn löglega boðuðum verkfallsaðgerðum Blaðamannafélags Íslands. Þær hafa nú fengið afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef BÍ. Í verkfallsaðgerðum síðasta föstudag, sem hófust klukkan 10, hófu blaðamenn Morgunblaðsins, sem alla jafna skrifa ekki á vef blaðsins, að birta fréttir á vefnum. Nokkrar fréttir voru þá birtar í nafni blaðakvennanna þriggja. Það var gert án samþykkis og vitundar þeirra. Í yfirlýsingu BÍ eru blaðakonurnar beðnar afsökunar á því að hafa ranglega verið dregnar inn í málið og sagt að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is, verði krafið skýringa á því hver beri ábyrgð á birtingu frétta í nafni blaðakvennanna, að þeim forspurðum, meðan á vinnustöðvun stóð. „Árvakur hélt uppteknum hætti í vinnustöðvun Blaðamannafélagsins í gær og ríflega 40 fréttir birtust meðan á verkfallinu stóð milli klukkan 10 og 18. Árvakur er eina fyrirtækið sem brýtur gegn vinnustöðvuninni, en framkvæmd hennar var til fyrirmyndar á Sýn, RÚV og Fréttablaðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að frekari gagna verði aflað um brot Árvakurs og þeim bætt við þau gögn sem fyrir átti að leggja fram í Félagsdómi, í máli BÍ gegn félaginu. Málið verður þingfest á þriðjudag. Á föstudaginn lögðu vefblaðamenn og ljósmyndarar á Vísi, Fréttablaðinu og vefhluta Morgunblaðsins, auk tökumanna Ríkisútvarpinu, niður störf í átta klukkustundir. Viku áður hafði sami hópur lagt niður störf í fjórar klukkustundir. Er þetta liður í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins, sem nú á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Meðan á verkfallsaðgerðum stóð birtist þó fjöldi frétta á vef mbl. Starfsmenn vefsins hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þess, sem lesa má hér.Allir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn og fréttastjórar mbl.is ítreka vonbrigði sín Á meðan vinnustöðvuninni stóð birtust fréttir á mbl.is sem skrifaðar voru af öðrum blaðamönnum Árvakurs og lausapennum. 15. nóvember 2019 18:23 Styðja verkföll kollega sinna Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. 15. nóvember 2019 06:28 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30
Blaðamenn og fréttastjórar mbl.is ítreka vonbrigði sín Á meðan vinnustöðvuninni stóð birtust fréttir á mbl.is sem skrifaðar voru af öðrum blaðamönnum Árvakurs og lausapennum. 15. nóvember 2019 18:23
Styðja verkföll kollega sinna Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. 15. nóvember 2019 06:28
Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent