Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2019 19:30 Meint verkfallsbrot á mbl punktur is og á Ríkissjónvarpinu verða kærð til félagsdóms, en fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum, var í dag. Fyrsta vinnustöðvunin af þremur á netmiðlunum Vísi hjá Sýn, mbl hjá Árvakri, netfréttum Fréttablaðsins og myndatökumönnum Ríkissjónvarpsins stóð frá klukkan tíu í morgun til klukkan tvö. Margir félagsmenn komu saman í húsakynnum Blaðamannafélagsins á meðan þar sem Hjálmar Jónsson formaður félagsins fór yfir stöðu mála.Hvernig hefur framkvæmdin gengið? „Því miður eru verkfallsbrot í gangi bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati. Það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér; að menn láti sér detta í huga að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ sagði Hjálmar þegar verkfallið hafði staðið í á þriðju klukkustund. Nánast á þeirri mínútu sem verkfallið hófst tóku að birtast fréttir á mbl.is og duttu inn allar þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir. Í yfirlýsingu frá hópi blaðamanna á mbl er fullyrt að þetta hafi verið gert með vilja og vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra Morgunblaðsins.VísirÞú sem trúnaðarmaður, hvað finnst þér um það? „Mikil vonbrigði. Ég vil nefna það að allir sem voru á vakt á mbl.is lögðu niður störf klukkan tíu í morgun. En þá gengu blaðamenn af öðrum deildum og jafnvel í öðrum löndum inn í störf þeirra og fóru að skrifa á mbl.is, segir Guðni Einarsson trúnaðarmaður á Morgunblaðinu. Þar hafi bæði verið um að ræða félagsmenn í Blaðamannafélaginu og öðrum félögum. Þetta sé fyrsta verkfallið í sögu netmiðla. „Og það eru auðvitað ákveðin grá svæði. En sum þessarra verka eru tvímælalaus verkfallsbrot og við þurfum auðvitað að fá skorið úr því eftir réttum boðleiðum,“ segir Guðni. Og það verður gert því Blaðamannafélagið mun kæra hin meintu brot til félagsdóms. Hjá Ríkissjónvarpinu kaus yfirstjórn að láta verktaka gegna störfum myndatökumanns á meðan félagar hans í BÍ voru í vinnustöðvun. Þegar hann kom með fréttamanni Ríkissjónvarpsins á fréttastofu Sýnar var honum gert grein fyrir afstöðu Blaðamannafélagsins og unnu þeir ekki í frétt sinni á verkfallstímanum. „Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að það yrði farið yfir framkvæmd verkfallsins í aðdraganda þess. Fékk engin svör. Fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það. Þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar og á Fréttablaðinu líka eftir því sem ég best veit,“ segir Hjálmar Jónsson. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Meint verkfallsbrot á mbl punktur is og á Ríkissjónvarpinu verða kærð til félagsdóms, en fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum, var í dag. Fyrsta vinnustöðvunin af þremur á netmiðlunum Vísi hjá Sýn, mbl hjá Árvakri, netfréttum Fréttablaðsins og myndatökumönnum Ríkissjónvarpsins stóð frá klukkan tíu í morgun til klukkan tvö. Margir félagsmenn komu saman í húsakynnum Blaðamannafélagsins á meðan þar sem Hjálmar Jónsson formaður félagsins fór yfir stöðu mála.Hvernig hefur framkvæmdin gengið? „Því miður eru verkfallsbrot í gangi bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati. Það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér; að menn láti sér detta í huga að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ sagði Hjálmar þegar verkfallið hafði staðið í á þriðju klukkustund. Nánast á þeirri mínútu sem verkfallið hófst tóku að birtast fréttir á mbl.is og duttu inn allar þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir. Í yfirlýsingu frá hópi blaðamanna á mbl er fullyrt að þetta hafi verið gert með vilja og vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra Morgunblaðsins.VísirÞú sem trúnaðarmaður, hvað finnst þér um það? „Mikil vonbrigði. Ég vil nefna það að allir sem voru á vakt á mbl.is lögðu niður störf klukkan tíu í morgun. En þá gengu blaðamenn af öðrum deildum og jafnvel í öðrum löndum inn í störf þeirra og fóru að skrifa á mbl.is, segir Guðni Einarsson trúnaðarmaður á Morgunblaðinu. Þar hafi bæði verið um að ræða félagsmenn í Blaðamannafélaginu og öðrum félögum. Þetta sé fyrsta verkfallið í sögu netmiðla. „Og það eru auðvitað ákveðin grá svæði. En sum þessarra verka eru tvímælalaus verkfallsbrot og við þurfum auðvitað að fá skorið úr því eftir réttum boðleiðum,“ segir Guðni. Og það verður gert því Blaðamannafélagið mun kæra hin meintu brot til félagsdóms. Hjá Ríkissjónvarpinu kaus yfirstjórn að láta verktaka gegna störfum myndatökumanns á meðan félagar hans í BÍ voru í vinnustöðvun. Þegar hann kom með fréttamanni Ríkissjónvarpsins á fréttastofu Sýnar var honum gert grein fyrir afstöðu Blaðamannafélagsins og unnu þeir ekki í frétt sinni á verkfallstímanum. „Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að það yrði farið yfir framkvæmd verkfallsins í aðdraganda þess. Fékk engin svör. Fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það. Þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar og á Fréttablaðinu líka eftir því sem ég best veit,“ segir Hjálmar Jónsson.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36