Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2019 19:30 Meint verkfallsbrot á mbl punktur is og á Ríkissjónvarpinu verða kærð til félagsdóms, en fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum, var í dag. Fyrsta vinnustöðvunin af þremur á netmiðlunum Vísi hjá Sýn, mbl hjá Árvakri, netfréttum Fréttablaðsins og myndatökumönnum Ríkissjónvarpsins stóð frá klukkan tíu í morgun til klukkan tvö. Margir félagsmenn komu saman í húsakynnum Blaðamannafélagsins á meðan þar sem Hjálmar Jónsson formaður félagsins fór yfir stöðu mála.Hvernig hefur framkvæmdin gengið? „Því miður eru verkfallsbrot í gangi bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati. Það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér; að menn láti sér detta í huga að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ sagði Hjálmar þegar verkfallið hafði staðið í á þriðju klukkustund. Nánast á þeirri mínútu sem verkfallið hófst tóku að birtast fréttir á mbl.is og duttu inn allar þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir. Í yfirlýsingu frá hópi blaðamanna á mbl er fullyrt að þetta hafi verið gert með vilja og vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra Morgunblaðsins.VísirÞú sem trúnaðarmaður, hvað finnst þér um það? „Mikil vonbrigði. Ég vil nefna það að allir sem voru á vakt á mbl.is lögðu niður störf klukkan tíu í morgun. En þá gengu blaðamenn af öðrum deildum og jafnvel í öðrum löndum inn í störf þeirra og fóru að skrifa á mbl.is, segir Guðni Einarsson trúnaðarmaður á Morgunblaðinu. Þar hafi bæði verið um að ræða félagsmenn í Blaðamannafélaginu og öðrum félögum. Þetta sé fyrsta verkfallið í sögu netmiðla. „Og það eru auðvitað ákveðin grá svæði. En sum þessarra verka eru tvímælalaus verkfallsbrot og við þurfum auðvitað að fá skorið úr því eftir réttum boðleiðum,“ segir Guðni. Og það verður gert því Blaðamannafélagið mun kæra hin meintu brot til félagsdóms. Hjá Ríkissjónvarpinu kaus yfirstjórn að láta verktaka gegna störfum myndatökumanns á meðan félagar hans í BÍ voru í vinnustöðvun. Þegar hann kom með fréttamanni Ríkissjónvarpsins á fréttastofu Sýnar var honum gert grein fyrir afstöðu Blaðamannafélagsins og unnu þeir ekki í frétt sinni á verkfallstímanum. „Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að það yrði farið yfir framkvæmd verkfallsins í aðdraganda þess. Fékk engin svör. Fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það. Þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar og á Fréttablaðinu líka eftir því sem ég best veit,“ segir Hjálmar Jónsson. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Meint verkfallsbrot á mbl punktur is og á Ríkissjónvarpinu verða kærð til félagsdóms, en fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum, var í dag. Fyrsta vinnustöðvunin af þremur á netmiðlunum Vísi hjá Sýn, mbl hjá Árvakri, netfréttum Fréttablaðsins og myndatökumönnum Ríkissjónvarpsins stóð frá klukkan tíu í morgun til klukkan tvö. Margir félagsmenn komu saman í húsakynnum Blaðamannafélagsins á meðan þar sem Hjálmar Jónsson formaður félagsins fór yfir stöðu mála.Hvernig hefur framkvæmdin gengið? „Því miður eru verkfallsbrot í gangi bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati. Það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér; að menn láti sér detta í huga að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ sagði Hjálmar þegar verkfallið hafði staðið í á þriðju klukkustund. Nánast á þeirri mínútu sem verkfallið hófst tóku að birtast fréttir á mbl.is og duttu inn allar þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir. Í yfirlýsingu frá hópi blaðamanna á mbl er fullyrt að þetta hafi verið gert með vilja og vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra Morgunblaðsins.VísirÞú sem trúnaðarmaður, hvað finnst þér um það? „Mikil vonbrigði. Ég vil nefna það að allir sem voru á vakt á mbl.is lögðu niður störf klukkan tíu í morgun. En þá gengu blaðamenn af öðrum deildum og jafnvel í öðrum löndum inn í störf þeirra og fóru að skrifa á mbl.is, segir Guðni Einarsson trúnaðarmaður á Morgunblaðinu. Þar hafi bæði verið um að ræða félagsmenn í Blaðamannafélaginu og öðrum félögum. Þetta sé fyrsta verkfallið í sögu netmiðla. „Og það eru auðvitað ákveðin grá svæði. En sum þessarra verka eru tvímælalaus verkfallsbrot og við þurfum auðvitað að fá skorið úr því eftir réttum boðleiðum,“ segir Guðni. Og það verður gert því Blaðamannafélagið mun kæra hin meintu brot til félagsdóms. Hjá Ríkissjónvarpinu kaus yfirstjórn að láta verktaka gegna störfum myndatökumanns á meðan félagar hans í BÍ voru í vinnustöðvun. Þegar hann kom með fréttamanni Ríkissjónvarpsins á fréttastofu Sýnar var honum gert grein fyrir afstöðu Blaðamannafélagsins og unnu þeir ekki í frétt sinni á verkfallstímanum. „Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að það yrði farið yfir framkvæmd verkfallsins í aðdraganda þess. Fékk engin svör. Fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það. Þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar og á Fréttablaðinu líka eftir því sem ég best veit,“ segir Hjálmar Jónsson.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36