Engir andstæðingar Lúkasjenkó komust á þing Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2019 12:40 Aleksandr Lúkasjenkó hefur stýrt Hvíta-Rússlandi í um aldarfjórðung. Getty Engir andstæðingar Aleksandr Lúkasjenkó, einræðisherra Hvíta-Rússlands, voru kjörnir á þing samkvæmt niðurstöðum landskjörstjórnar. Öll 110 þingsætin féllu í skaut samflokksmanna Lúkasjenkó eða stuðningsflokka. Stjórnarandstaðan í landinu var með tvo menn i neðri deild þingsins á síðasta kjörtímabili. Þeim var hins vegar meinað að bjóða sig fram að þessu sinni. Sömu sögu er að segja af helstu leiðtogum stjórnarandstöðuflokka. Lúkasjenkó hefur stýrt Hvíta-Rússlandi síðasta aldarfjórðunginn og hefur tilkynnt að hann komi til með að bjóða sig fram í forsetakosningum á næsta ári. Hann segir að hvít-rússneska þjóðin geti alltaf komið honum frá völdum. „Ég hef lofað því að ég ætli ekki að ríghalda í þetta embætti þar til að fingur mínir bláni. Trúið mér, þetta er ekkert sérlega þægilegt embætti.“ Fulltrúar ÖSE sem störfuðu við kosningaeftirlit segja kjósendur í landinu hafi haft „litla trú á ferlinu“. Þá hafi komið upp grunur um kosningasvindl. Rúmlega 35 prósent atkvæðisbærra manna greiddu atkvæði utankjörfundar, en samkvæmt kjörstjórn var kosningaþátttakan 77 prósent. Lúkasjenkó hefur á síðustu mánuðum reynt að bæta tengsl Hvíta-Rússlands og Vesturlanda, en samband Hvíta-Rússlands og Rússlands versnuðu nokkuð eftir að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi neituðu að viðurkenna innlimun Rússlands á hinum úkraínska Krímskaga árið 2014. Hvíta-Rússland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Engir andstæðingar Aleksandr Lúkasjenkó, einræðisherra Hvíta-Rússlands, voru kjörnir á þing samkvæmt niðurstöðum landskjörstjórnar. Öll 110 þingsætin féllu í skaut samflokksmanna Lúkasjenkó eða stuðningsflokka. Stjórnarandstaðan í landinu var með tvo menn i neðri deild þingsins á síðasta kjörtímabili. Þeim var hins vegar meinað að bjóða sig fram að þessu sinni. Sömu sögu er að segja af helstu leiðtogum stjórnarandstöðuflokka. Lúkasjenkó hefur stýrt Hvíta-Rússlandi síðasta aldarfjórðunginn og hefur tilkynnt að hann komi til með að bjóða sig fram í forsetakosningum á næsta ári. Hann segir að hvít-rússneska þjóðin geti alltaf komið honum frá völdum. „Ég hef lofað því að ég ætli ekki að ríghalda í þetta embætti þar til að fingur mínir bláni. Trúið mér, þetta er ekkert sérlega þægilegt embætti.“ Fulltrúar ÖSE sem störfuðu við kosningaeftirlit segja kjósendur í landinu hafi haft „litla trú á ferlinu“. Þá hafi komið upp grunur um kosningasvindl. Rúmlega 35 prósent atkvæðisbærra manna greiddu atkvæði utankjörfundar, en samkvæmt kjörstjórn var kosningaþátttakan 77 prósent. Lúkasjenkó hefur á síðustu mánuðum reynt að bæta tengsl Hvíta-Rússlands og Vesturlanda, en samband Hvíta-Rússlands og Rússlands versnuðu nokkuð eftir að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi neituðu að viðurkenna innlimun Rússlands á hinum úkraínska Krímskaga árið 2014.
Hvíta-Rússland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira