Að minnsta kosti tveir karlar og ein kona létust í skotárás fyrir utan Walmart verslun í bænum Duncan í Oklahoma í Bandaríkjunum, þeirra á meðal er árásarmaðurinn sjálfur. Þetta staðfestir Danny Ford, lögreglustjórinn í Duncan.
Árásarmaðurinn hefði hleypt af skotum í kyrrstæðri bifreið fyrir utan verslunina. Þar létu tvær manneskjur lífið. Skammbyssa var notuð til verknaðarins að sögn lögreglustjórans.
Lögreglustjórinn gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu en biðlaði til þeirra sem urðu vitni að skotárásinni að stíga fram.
Tveir karlar og ein kona létu lífið í skotárás
