Enski boltinn

Í beinni í dag: Bikarslagur í ást­ríðunni á Eng­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Walsall í leik gegn Aston Villa á síðustu leiktíð.
Walsall í leik gegn Aston Villa á síðustu leiktíð. vísir/getty

Einn leikur er í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld en það er alvöru bikarleikur í enska bikarnum.

Flautað verður til leiks klukkan 19.45 í Darlington þar sem heimamenn taka á móti Walsall í endurteknum leik í 1. fyrstu umferð keppninnar.

Darlington leikur í fimmtu efstu deild Englands, E-deildinni, en mótherjarnir í Walsall leika í D-deildinni.

Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli Walsall og mætast því liðin á heimavelli Darlington í kvöld.

Mikið verður á dagskrá sportrása Stöðvar 2 á næstu dögum en allar beinar útsendingarnar má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar í dag:
19.35 Darlington - WalsallAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.