Erlent

Fimm nú látnir eftir skot­á­rás í ó­­­leyfi­­legri hrekkja­vöku­veislu

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögreglu grunar að tveir grímuklæddir menn hafi staðið fyrir árásinni.
Lögreglu grunar að tveir grímuklæddir menn hafi staðið fyrir árásinni. Vísir/AP
Fimm eru nú látnir eftir skotárás í hrekkjavökuveislu í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Árásin átti sér stað síðasta þriðjudag á heimili sem var leigt sérstaklega út fyrir mannfögnuðinn og voru yfir 100 manns í húsinu þegar lögreglan kom á staðinn. Áður hefur verið greint frá því að þrír hafi verið úrskurðaðir látnir á staðnum af völdum skotsára en tveir hafa nú látið lífið til viðbótar eftir innlögn þeirra á sjúkrahús.

Eigandi heimilisins sem leigði það út í gegnum Airbnb hefur greint frá því að veislan hafi verið haldin þar án leyfis þar sem útleigureglur bönnuðu allt slíkt veisluhald. Konan sem tók heimilið á leigu og hélt veisluna sagði leigusalanum að íbúðin væri leigð fyrir lítið fjölskylduboð.

Einn gestur í veislunni lýsti því hvernig hann hafi verið að horfa á fólk dansa þegar hann heyrði skyndilega skothvelli og sá fólk byrja að hlaupa og öskra í mikilli geðshræringu.

AP fréttaveitan greinir frá því nú í morgun að enginn hafi enn verið handtekinn af lögreglu í tengslum við árásina. Tvö skotvopn fundust á vettvangi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×