Enski boltinn

„Ekkert betra en sigurmark á lokamínútunum“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Robertson skoraði mikilvægt mark fyrir Liverpool í dag
Robertson skoraði mikilvægt mark fyrir Liverpool í dag vísir/getty
Liverpool var hársbreidd frá fyrsta deildartapi sínu á tímabilinu en náði á dramatískan hátt að fara með sigur þegar liðið mætti Aston Villa í dag.Andy Robertson skoraði jöfnunarmark Liverpool undir lok venjulegs leiktíma og Sadio Mane tryggði Liverpool sigurinn í uppbótartíma.„Við höfum sýnt seiglu síðustu 18 mánuði og á þessu tímabili höfum við bara haldið áfram,“ sagði Robertson eftir leikinn.„Við fengum nokkur frábær færi í þessum leik en það er ekkert betra en sigurmark á síðustu mínútunum.“„Aston Villa er nýliði og þeir héldu pressu á okkur allan leikinn. Við þurfum að vera upp á okkar besta í hverjum einasta leik.“Með sigrinum hélt Liverpool sex stiga forskoti á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.