Baulað á Bandaríkjaforseta á bardagakvöldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2019 08:33 Trump veifaði til áhorfenda þrátt fyrir blendnar viðtökur. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hlaut misgóðar viðtökur í Madison Square Garden-höllinni í New York í gærkvöldi þar sem hann var mættur til þess að fylgjast með UFC 244 bardagakvöldinu. Stór hluti áhorfendaskarans baulaði á forsetann en þó voru nokkrir sem tóku forsetanum fagnandi. Trump var ásamt sonum sínum, Donald yngri og Eric, og öðrum háttsettum meðlimum Repúblikanaflokksins mættur til þess að fylgjast með bardögum kvöldsins. Varð hann meðal annars vitni að því þegar Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz. Kölluðu viðstaddir meðal annars eftir því að Trump yrði fangelsaður, en í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar 2016 var það vinsælt hjá stuðningsmönnum Trump að kalla eftir hinu sama gagnvart þáverandi mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá mátti í mannhafinu sjá skilti sem á voru skilaboð á borð við „Fjarlægið Trump“ og „Ákærið Trump.“That sound you hear is @realDonaldTrump getting booed at #UFC244pic.twitter.com/oklkQzGMpk — Mitch Horowitz (@MitchHorowitz) November 3, 2019 Tvennum sögum fer þó af móttökunum sem forsetinn fékk, en sonur hans, Donald Trump yngri, segir þær hafa verið „jákvæðar að langstærstum hluta“ og að forseti UFC, Dana White, hafi kallað inngöngu forsetans í Madison Square Garden „rafmögnuðustu innkomu sem hann hefði séð í 25 ár.“ Rétt er að benda á að White og Trump er vel til vina, meðal annars vegna þess að fyrir áratugum síðan, þegar UFC var enn að ryðja sér til rúms og mætti heldur meiri mótspyrnu almennings og fjölmiðla heldur en í dag, kostaði Trump sjálfur UFC bardagakvöld. „Ég myndi aldrei segja nokkuð neikvætt um Donald Trump því hann var til staðar þegar aðrir voru það ekki,“ sagði White en hann ávarpaði meðal annars flokksþing Repúblikanaflokksins árið 2016, þar sem hann hélt ræðu til stuðnings forsetaframboði Trump. Bandaríkin Donald Trump MMA Tengdar fréttir Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz fyrir framan Donald Trump UFC 244 fór fram í nótt þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu við litlar vinsældir. 3. nóvember 2019 06:11 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hlaut misgóðar viðtökur í Madison Square Garden-höllinni í New York í gærkvöldi þar sem hann var mættur til þess að fylgjast með UFC 244 bardagakvöldinu. Stór hluti áhorfendaskarans baulaði á forsetann en þó voru nokkrir sem tóku forsetanum fagnandi. Trump var ásamt sonum sínum, Donald yngri og Eric, og öðrum háttsettum meðlimum Repúblikanaflokksins mættur til þess að fylgjast með bardögum kvöldsins. Varð hann meðal annars vitni að því þegar Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz. Kölluðu viðstaddir meðal annars eftir því að Trump yrði fangelsaður, en í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar 2016 var það vinsælt hjá stuðningsmönnum Trump að kalla eftir hinu sama gagnvart þáverandi mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá mátti í mannhafinu sjá skilti sem á voru skilaboð á borð við „Fjarlægið Trump“ og „Ákærið Trump.“That sound you hear is @realDonaldTrump getting booed at #UFC244pic.twitter.com/oklkQzGMpk — Mitch Horowitz (@MitchHorowitz) November 3, 2019 Tvennum sögum fer þó af móttökunum sem forsetinn fékk, en sonur hans, Donald Trump yngri, segir þær hafa verið „jákvæðar að langstærstum hluta“ og að forseti UFC, Dana White, hafi kallað inngöngu forsetans í Madison Square Garden „rafmögnuðustu innkomu sem hann hefði séð í 25 ár.“ Rétt er að benda á að White og Trump er vel til vina, meðal annars vegna þess að fyrir áratugum síðan, þegar UFC var enn að ryðja sér til rúms og mætti heldur meiri mótspyrnu almennings og fjölmiðla heldur en í dag, kostaði Trump sjálfur UFC bardagakvöld. „Ég myndi aldrei segja nokkuð neikvætt um Donald Trump því hann var til staðar þegar aðrir voru það ekki,“ sagði White en hann ávarpaði meðal annars flokksþing Repúblikanaflokksins árið 2016, þar sem hann hélt ræðu til stuðnings forsetaframboði Trump.
Bandaríkin Donald Trump MMA Tengdar fréttir Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz fyrir framan Donald Trump UFC 244 fór fram í nótt þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu við litlar vinsældir. 3. nóvember 2019 06:11 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz fyrir framan Donald Trump UFC 244 fór fram í nótt þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu við litlar vinsældir. 3. nóvember 2019 06:11