Baulað á Bandaríkjaforseta á bardagakvöldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2019 08:33 Trump veifaði til áhorfenda þrátt fyrir blendnar viðtökur. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hlaut misgóðar viðtökur í Madison Square Garden-höllinni í New York í gærkvöldi þar sem hann var mættur til þess að fylgjast með UFC 244 bardagakvöldinu. Stór hluti áhorfendaskarans baulaði á forsetann en þó voru nokkrir sem tóku forsetanum fagnandi. Trump var ásamt sonum sínum, Donald yngri og Eric, og öðrum háttsettum meðlimum Repúblikanaflokksins mættur til þess að fylgjast með bardögum kvöldsins. Varð hann meðal annars vitni að því þegar Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz. Kölluðu viðstaddir meðal annars eftir því að Trump yrði fangelsaður, en í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar 2016 var það vinsælt hjá stuðningsmönnum Trump að kalla eftir hinu sama gagnvart þáverandi mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá mátti í mannhafinu sjá skilti sem á voru skilaboð á borð við „Fjarlægið Trump“ og „Ákærið Trump.“That sound you hear is @realDonaldTrump getting booed at #UFC244pic.twitter.com/oklkQzGMpk — Mitch Horowitz (@MitchHorowitz) November 3, 2019 Tvennum sögum fer þó af móttökunum sem forsetinn fékk, en sonur hans, Donald Trump yngri, segir þær hafa verið „jákvæðar að langstærstum hluta“ og að forseti UFC, Dana White, hafi kallað inngöngu forsetans í Madison Square Garden „rafmögnuðustu innkomu sem hann hefði séð í 25 ár.“ Rétt er að benda á að White og Trump er vel til vina, meðal annars vegna þess að fyrir áratugum síðan, þegar UFC var enn að ryðja sér til rúms og mætti heldur meiri mótspyrnu almennings og fjölmiðla heldur en í dag, kostaði Trump sjálfur UFC bardagakvöld. „Ég myndi aldrei segja nokkuð neikvætt um Donald Trump því hann var til staðar þegar aðrir voru það ekki,“ sagði White en hann ávarpaði meðal annars flokksþing Repúblikanaflokksins árið 2016, þar sem hann hélt ræðu til stuðnings forsetaframboði Trump. Bandaríkin Donald Trump MMA Tengdar fréttir Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz fyrir framan Donald Trump UFC 244 fór fram í nótt þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu við litlar vinsældir. 3. nóvember 2019 06:11 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hlaut misgóðar viðtökur í Madison Square Garden-höllinni í New York í gærkvöldi þar sem hann var mættur til þess að fylgjast með UFC 244 bardagakvöldinu. Stór hluti áhorfendaskarans baulaði á forsetann en þó voru nokkrir sem tóku forsetanum fagnandi. Trump var ásamt sonum sínum, Donald yngri og Eric, og öðrum háttsettum meðlimum Repúblikanaflokksins mættur til þess að fylgjast með bardögum kvöldsins. Varð hann meðal annars vitni að því þegar Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz. Kölluðu viðstaddir meðal annars eftir því að Trump yrði fangelsaður, en í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar 2016 var það vinsælt hjá stuðningsmönnum Trump að kalla eftir hinu sama gagnvart þáverandi mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá mátti í mannhafinu sjá skilti sem á voru skilaboð á borð við „Fjarlægið Trump“ og „Ákærið Trump.“That sound you hear is @realDonaldTrump getting booed at #UFC244pic.twitter.com/oklkQzGMpk — Mitch Horowitz (@MitchHorowitz) November 3, 2019 Tvennum sögum fer þó af móttökunum sem forsetinn fékk, en sonur hans, Donald Trump yngri, segir þær hafa verið „jákvæðar að langstærstum hluta“ og að forseti UFC, Dana White, hafi kallað inngöngu forsetans í Madison Square Garden „rafmögnuðustu innkomu sem hann hefði séð í 25 ár.“ Rétt er að benda á að White og Trump er vel til vina, meðal annars vegna þess að fyrir áratugum síðan, þegar UFC var enn að ryðja sér til rúms og mætti heldur meiri mótspyrnu almennings og fjölmiðla heldur en í dag, kostaði Trump sjálfur UFC bardagakvöld. „Ég myndi aldrei segja nokkuð neikvætt um Donald Trump því hann var til staðar þegar aðrir voru það ekki,“ sagði White en hann ávarpaði meðal annars flokksþing Repúblikanaflokksins árið 2016, þar sem hann hélt ræðu til stuðnings forsetaframboði Trump.
Bandaríkin Donald Trump MMA Tengdar fréttir Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz fyrir framan Donald Trump UFC 244 fór fram í nótt þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu við litlar vinsældir. 3. nóvember 2019 06:11 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz fyrir framan Donald Trump UFC 244 fór fram í nótt þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu við litlar vinsældir. 3. nóvember 2019 06:11