Tyrkir gómuðu systur Baghdadi Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2019 23:32 Lítið er vitað hvaða áhrif dauði Baghdadi hefur haft á samtökin. Vísir/AP Yfirvöld í Tyrklandi segja að hermenn hafi handsamað eldri systur Abu Bakr al-Baghdadi, látins leiðtoga Íslamska ríkisins. Litlar sem engar upplýsingar liggja fyrir um systurina, sem gengur undir nafninu Rasmiya Awad og er 65 ára gömul. Tyrkneskur embættismaður sem AP fréttaveitan ræddi við segir hana þó vera „gullnámu“ upplýsinga um hryðjuverkasamtökin, sem hún er talin hafa komið að.Awad var gómuð í árás á híbýli hennar nærri borginni Azaz í norðvesturhluta Sýrlands. Með henni voru eiginmaður hennar, tengdadóttir og fimm börn. Verið er að yfirheyra fullorðna fólkið. Svæðið sem um ræðir er undir stjórn sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og hefur verið það frá 2016. „Það sem hún veit um ISIS gæti gerbreytt skilningi okkar á samtökunum og hjálpað okkur að góma fleiri vígamenn,“ sagði heimildarmaður AP. Baghdadi dó í árás bandarískra hermanna á híbýli hans í Sýrlandi undir lok síðasta mánaðar.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Í kjölfar árásarinnar gegn Baghdadi var talsmaður samtakanna einnig felldur í loftárás. Nýr talsmaður samtakanna tilkynnti svo á fimmtudaginn að búið væri að velja nýjan leiðtoga samtakanna. Sá ber heitið Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi. Lítið er vitað um hann né það hvaða áhrif dauði Baghdadi hefur haft á samtökin. Enn er þó talið að þúsundir vígamanna tilheyri samtökunum í Írak og Sýrlandi og eiga þau einnig undirsamtök víða um heim. Þá aðallega í Afríku og suðaustur Asíu. Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. 31. október 2019 09:02 Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Búið að velja eftirmann Baghdadi Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa valið eftirmann Abu Bakr al-Baghdadi. 31. október 2019 16:09 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi segja að hermenn hafi handsamað eldri systur Abu Bakr al-Baghdadi, látins leiðtoga Íslamska ríkisins. Litlar sem engar upplýsingar liggja fyrir um systurina, sem gengur undir nafninu Rasmiya Awad og er 65 ára gömul. Tyrkneskur embættismaður sem AP fréttaveitan ræddi við segir hana þó vera „gullnámu“ upplýsinga um hryðjuverkasamtökin, sem hún er talin hafa komið að.Awad var gómuð í árás á híbýli hennar nærri borginni Azaz í norðvesturhluta Sýrlands. Með henni voru eiginmaður hennar, tengdadóttir og fimm börn. Verið er að yfirheyra fullorðna fólkið. Svæðið sem um ræðir er undir stjórn sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og hefur verið það frá 2016. „Það sem hún veit um ISIS gæti gerbreytt skilningi okkar á samtökunum og hjálpað okkur að góma fleiri vígamenn,“ sagði heimildarmaður AP. Baghdadi dó í árás bandarískra hermanna á híbýli hans í Sýrlandi undir lok síðasta mánaðar.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Í kjölfar árásarinnar gegn Baghdadi var talsmaður samtakanna einnig felldur í loftárás. Nýr talsmaður samtakanna tilkynnti svo á fimmtudaginn að búið væri að velja nýjan leiðtoga samtakanna. Sá ber heitið Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi. Lítið er vitað um hann né það hvaða áhrif dauði Baghdadi hefur haft á samtökin. Enn er þó talið að þúsundir vígamanna tilheyri samtökunum í Írak og Sýrlandi og eiga þau einnig undirsamtök víða um heim. Þá aðallega í Afríku og suðaustur Asíu.
Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. 31. október 2019 09:02 Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Búið að velja eftirmann Baghdadi Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa valið eftirmann Abu Bakr al-Baghdadi. 31. október 2019 16:09 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. 31. október 2019 09:02
Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15
Búið að velja eftirmann Baghdadi Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa valið eftirmann Abu Bakr al-Baghdadi. 31. október 2019 16:09
Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26
Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00
Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22