Enski boltinn

Um­boðs­maður Smalling á­kærður fyrir að ráðast á kaup­sýslu­mann á krá

Anton Ingi Leifsson skrifar
James Featherstone ásamt Garry Monk.
James Featherstone ásamt Garry Monk. vísir/sheffield wednesday

Umboðsmaðurinn James Featherstone hefur verið ákærður fyrir að ráðast á mann á krá í Chesire-héraði á Englandi fyrr á þessu ári.

James Featherstone er umboðsmaður fyrir meðal annars Chris Smalling, sem er á láni hjá Roma frá Manchester United, og knattspyrnustjórans Gary Monk, sem er nú stjóri Sheffield Wednesday.

Featherstone sem er 39 ára gamall er sagður hafa ráðist á kaupsýslumann á krá þann 8. mars á þessu ári ásamt öðrum félaga sínum en þeir mættu fyrir dóm í gær.

Árásin átti sér stað á klósetti krárinnar en þeir neituðu báðir sök er þeir mættu fyrir dóm í gær. Árásin, að sögn enskra fjölmiðla, var ansi groddaraleg.

Ekki fékkst niðurstaða í málið í gær og því var þar af leiðandi skotið til nánari skoðunar æðri dómstóla á Englandi sem skoða málið 3. desember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.