Enski boltinn

Um­boðs­maður Smalling á­kærður fyrir að ráðast á kaup­sýslu­mann á krá

Anton Ingi Leifsson skrifar
James Featherstone ásamt Garry Monk.
James Featherstone ásamt Garry Monk. vísir/sheffield wednesday
Umboðsmaðurinn James Featherstone hefur verið ákærður fyrir að ráðast á mann á krá í Chesire-héraði á Englandi fyrr á þessu ári.

James Featherstone er umboðsmaður fyrir meðal annars Chris Smalling, sem er á láni hjá Roma frá Manchester United, og knattspyrnustjórans Gary Monk, sem er nú stjóri Sheffield Wednesday.

Featherstone sem er 39 ára gamall er sagður hafa ráðist á kaupsýslumann á krá þann 8. mars á þessu ári ásamt öðrum félaga sínum en þeir mættu fyrir dóm í gær.







Árásin átti sér stað á klósetti krárinnar en þeir neituðu báðir sök er þeir mættu fyrir dóm í gær. Árásin, að sögn enskra fjölmiðla, var ansi groddaraleg.

Ekki fékkst niðurstaða í málið í gær og því var þar af leiðandi skotið til nánari skoðunar æðri dómstóla á Englandi sem skoða málið 3. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×