Jürgen Klopp: Við getum ekki haldið svona áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 08:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/ Andrew Powell Liverpool vann sigur í Meistaradeildinni í gærkvöldi en það voru aðrar fréttir sem pirruðu knattspyrnustjóra Liverpool og voru til umræðu á blaðamannafundi eftir leikinn. Fyrr um daginn var það gefið út að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á tveimur dögum í desember og þurfi þar að tefla fram tveimur mismunandi liðum því leikirnir eru í sitthvorri heimsálfunni. Hér er um að ræða leik á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins (17. desember) og leik í undanúrslitum í heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar (18. desember).Jurgen Klopp says "we cannot carry on like this" after it was decided his Liverpool side will play two games in two days in December.https://t.co/6mlnfRHhnW#LFC#bbcfootballpic.twitter.com/HhP3TXT21V — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019„Við verðum að finna lausnir á þessu. Vandamálin eru augljós. Á hverju ári koma upp sömu aðstæður. Sumum finnst þetta vera fyndið, fimm leikir á þremur dögum, sjáum til hvernig þetta kemur út,“ sagði Jürgen Klopp pirraður. Það er ljóst að álagið verður svakalegt á Liverpool í jólamánuðinum. Frá 23. nóvember til 2. janúar mun Liverpool liðið spila 12 leiki á 37 dögum en leikirnir eru í þremur keppnum. „Forráðamenn deildabikarsins láta eins og að við viljum ekki spila í þeirra keppni en það er ekki rétt. Ég skil bara ekki af hverju það þarf að spila tvo leiki í undanúrslitunum. Ég er ekki hrifinn af því þegar það eru svona margir aðrir leikir,“ sagði Klopp. „Þú spilar aðeins í heimsmeistarakeppni félagsliða ef þú vinnur Meistaradeildina og það gerir ekki fimm milljón sinnum svo þú stekkur á þann möguleika. Er þetta besti tími ársins? Nei, en við förum þangað og reynum að spila alla leikina með öllu því sem við búum yfir,“ sagði Klopp. Að mati Klopp er enski deildabikarinn ekki eina vandamálið heldur þarf að létta á allri uppröðun tímabilsins. „Það gengur ekki upp að lausnin sé að lið detti bara út úr einni af þessum keppnum. Vil ég að við hættum með einhverjar keppnir? Ég er frá Þýskalandi og af hverju ætti ég að vilja hætta með keppnir í Englandi. Það ætti að vera hægt að spila allar þessar keppnir,“ sagði Klopp. „Við getum samt ekki haldið svona áfram. Við verðum að setjast við borð og finna lausnir. Hingað til koma lausnirnar með alltof mörg vandamál,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
Liverpool vann sigur í Meistaradeildinni í gærkvöldi en það voru aðrar fréttir sem pirruðu knattspyrnustjóra Liverpool og voru til umræðu á blaðamannafundi eftir leikinn. Fyrr um daginn var það gefið út að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á tveimur dögum í desember og þurfi þar að tefla fram tveimur mismunandi liðum því leikirnir eru í sitthvorri heimsálfunni. Hér er um að ræða leik á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins (17. desember) og leik í undanúrslitum í heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar (18. desember).Jurgen Klopp says "we cannot carry on like this" after it was decided his Liverpool side will play two games in two days in December.https://t.co/6mlnfRHhnW#LFC#bbcfootballpic.twitter.com/HhP3TXT21V — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019„Við verðum að finna lausnir á þessu. Vandamálin eru augljós. Á hverju ári koma upp sömu aðstæður. Sumum finnst þetta vera fyndið, fimm leikir á þremur dögum, sjáum til hvernig þetta kemur út,“ sagði Jürgen Klopp pirraður. Það er ljóst að álagið verður svakalegt á Liverpool í jólamánuðinum. Frá 23. nóvember til 2. janúar mun Liverpool liðið spila 12 leiki á 37 dögum en leikirnir eru í þremur keppnum. „Forráðamenn deildabikarsins láta eins og að við viljum ekki spila í þeirra keppni en það er ekki rétt. Ég skil bara ekki af hverju það þarf að spila tvo leiki í undanúrslitunum. Ég er ekki hrifinn af því þegar það eru svona margir aðrir leikir,“ sagði Klopp. „Þú spilar aðeins í heimsmeistarakeppni félagsliða ef þú vinnur Meistaradeildina og það gerir ekki fimm milljón sinnum svo þú stekkur á þann möguleika. Er þetta besti tími ársins? Nei, en við förum þangað og reynum að spila alla leikina með öllu því sem við búum yfir,“ sagði Klopp. Að mati Klopp er enski deildabikarinn ekki eina vandamálið heldur þarf að létta á allri uppröðun tímabilsins. „Það gengur ekki upp að lausnin sé að lið detti bara út úr einni af þessum keppnum. Vil ég að við hættum með einhverjar keppnir? Ég er frá Þýskalandi og af hverju ætti ég að vilja hætta með keppnir í Englandi. Það ætti að vera hægt að spila allar þessar keppnir,“ sagði Klopp. „Við getum samt ekki haldið svona áfram. Við verðum að setjast við borð og finna lausnir. Hingað til koma lausnirnar með alltof mörg vandamál,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira