„Eins og 12 ára gamalt barn í flugturni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:48 Donald Trump Bandaríkjaforseta er lýst sem grimmum og hættulegum í nýrri bók. vísir/getty Nafnlaus höfundur bókar sem fjallar um Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættistíð hans hingað til í Hvíta húsinu sparar ekki stóru orðin ef marka má umfjallanir Washington Post og New York Times um bókina. Höfundurinn, sem er sá sami og skrifaði nafnlausan pistil í New York Times í fyrra um Trump, segir forsetann takast á við hvert vandamálið á fætur öðru „eins og 12 ára gamalt barn í flugturni sem ýti handahófskennt á takka stjórnvalda, taki ekkert tillit til flugvélanna sem renna yfir flugbrautina og flugvélanna sem koma sér burt frá flugvellinum í óðagoti.“ Vandamálin kalli hann yfir sig sjálfur. Þá segir höfundurinn Trump grimman, óhæfan og hættulegan bandarísku þjóðinni. Bókin heitir A Warning og kemur út þann 19. nóvember næstkomandi. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en fyrrnefndir fjölmiðlar hafa fengið bókina afhenta.Höfundurinn segir umræðuna ekki eiga að snúast um hann Höfundinum er aðeins lýst sem háttsettum embættismanni í ríkisstjórn Trump. Í umfjöllun Washington Post er bókin sögð óvægð lýsing á karakter Trump, þar sem siðferði hans og gáfnafar er meðal annars tekið fyrir. Bókina byggir höfundur á eigin reynslu auk þess sem hann segir að ýmsir aðrir embættismenn í ríkisstjórn Trump, núverandi eða fyrrverandi, hafi deilt reynslu sinni. „Ég hef ákveðið að gefa þessa bók út nafnlaust því umræðan á ekki að snúast um mig. Þessi bók er um okkur. Hún fjallar um það hvernig við viljum að forsetinn endurspegli þjóð okkar og það er það sem umræðan ætti að snúast um. Einhverjir munu kalla þetta heigulshátt og það særir mig ekki. Ég er undir það búin/n að tengja nafn mitt við á gagnrýni á Trump. Ég gæti gert það í framtíðinni,“ segir höfundurinn. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, kallaði bókina „skáldskap“ og nafnlausan höfundinn „heigul.“ „Alvöru höfundar nálgast umfjöllunarefni sitt til þess að fá staðreyndirnar á hreint en þessi einstaklingur er í felum, þannig að ómögulegt er fyrir hann að vera alvöru rithöfundur. Blaðamenn sem skrifa um þessa bók ættu að hafa heiðarleika blaðamennskunnar í hávegum og fjalla um hana eins og hún er; sem skáldskap,“ segir Grisham í tölvupósti til Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Fleiri fréttir Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sjá meira
Nafnlaus höfundur bókar sem fjallar um Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættistíð hans hingað til í Hvíta húsinu sparar ekki stóru orðin ef marka má umfjallanir Washington Post og New York Times um bókina. Höfundurinn, sem er sá sami og skrifaði nafnlausan pistil í New York Times í fyrra um Trump, segir forsetann takast á við hvert vandamálið á fætur öðru „eins og 12 ára gamalt barn í flugturni sem ýti handahófskennt á takka stjórnvalda, taki ekkert tillit til flugvélanna sem renna yfir flugbrautina og flugvélanna sem koma sér burt frá flugvellinum í óðagoti.“ Vandamálin kalli hann yfir sig sjálfur. Þá segir höfundurinn Trump grimman, óhæfan og hættulegan bandarísku þjóðinni. Bókin heitir A Warning og kemur út þann 19. nóvember næstkomandi. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en fyrrnefndir fjölmiðlar hafa fengið bókina afhenta.Höfundurinn segir umræðuna ekki eiga að snúast um hann Höfundinum er aðeins lýst sem háttsettum embættismanni í ríkisstjórn Trump. Í umfjöllun Washington Post er bókin sögð óvægð lýsing á karakter Trump, þar sem siðferði hans og gáfnafar er meðal annars tekið fyrir. Bókina byggir höfundur á eigin reynslu auk þess sem hann segir að ýmsir aðrir embættismenn í ríkisstjórn Trump, núverandi eða fyrrverandi, hafi deilt reynslu sinni. „Ég hef ákveðið að gefa þessa bók út nafnlaust því umræðan á ekki að snúast um mig. Þessi bók er um okkur. Hún fjallar um það hvernig við viljum að forsetinn endurspegli þjóð okkar og það er það sem umræðan ætti að snúast um. Einhverjir munu kalla þetta heigulshátt og það særir mig ekki. Ég er undir það búin/n að tengja nafn mitt við á gagnrýni á Trump. Ég gæti gert það í framtíðinni,“ segir höfundurinn. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, kallaði bókina „skáldskap“ og nafnlausan höfundinn „heigul.“ „Alvöru höfundar nálgast umfjöllunarefni sitt til þess að fá staðreyndirnar á hreint en þessi einstaklingur er í felum, þannig að ómögulegt er fyrir hann að vera alvöru rithöfundur. Blaðamenn sem skrifa um þessa bók ættu að hafa heiðarleika blaðamennskunnar í hávegum og fjalla um hana eins og hún er; sem skáldskap,“ segir Grisham í tölvupósti til Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Fleiri fréttir Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50
Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42