Innlent

Ók undir áhrifum fíkniefna eftir að hafa verið sviptur ævilangt

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum tók tvo ökumenn úr umferð.
Lögreglan á Suðurnesjum tók tvo ökumenn úr umferð. Vísir/vilhelm

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð í vikunni vegna gruns um vímuefnaakstur reyndist vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Sýnatökur á lögreglustöð sýndu jákvæða niðurstöðu á neyslu fíkniefna.

Þá fundust fíkniefni í bifreiðinni sem var í stakasta ólagi hvað varðaði hjólabúnað og öryggisbelti sem virkuðu ekki. Farþegi í bifreiðinni var með fíkniefni innan klæða sem hann framvísaði við lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Annar ökumaður sem tekinn var úr umferð játaði fíkniefnaneyslu og var með fíkniefni í hanskahólfi bifreiðarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.