Innlent

210 þúsund króna sekt fyrir hrað­akstur

Atli Ísleifsson skrifar
Á þriðja tímanum var svo tilkynnt um eignaspjöll á bíl í Grafravogi.
Á þriðja tímanum var svo tilkynnt um eignaspjöll á bíl í Grafravogi. Vísir/Vilhelm

Lögregla á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af ökumanni sem ók á 149 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökumannsins bíði sekt að upphæð 210 þúsund krónur svo og svipting ökuleyfis í mánuð.

„Nokkrir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir hraðaakstur og fáeinir voru staðnir að því að virða ekki stöðvunarskyldu eða tala í síma án handfrjáls búnaðar,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.