Innlent

Kókaín og stinningarlyf fannst í veski utandyra í Keflavík

Atli Ísleifsson skrifar
Skilríki voru í veskinu en þegar lögregla ræddi við eiganda þess þvertók hann fyrir að hafa haft vitneskju um fíkniefnin eða að neyta fíkniefna yfir höfuð.
Skilríki voru í veskinu en þegar lögregla ræddi við eiganda þess þvertók hann fyrir að hafa haft vitneskju um fíkniefnin eða að neyta fíkniefna yfir höfuð. Vísir/vilhelm

Kókaín og stinningarlyf var að finna í veski sem fannst utandyra í Keflavík fyrr í vikunni.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að poki með meintu kókaíni og pakkning af kamagrageli, stinningarlyfi, hafi fundist í veskinu.

„Skilríki voru í veskinu en þegar lögregla ræddi við eiganda þess þvertók hann fyrir að hafa haft vitneskju um fíkniefnin eða að neyta fíkniefna yfir höfuð. Hann samþykkti að undurgangast sýnatökur á lögreglustöð og var niðurstaða þeirra jákvæð á neyslu kókaíns, “ segir í tilkynningunni.

Þá segir að lögregla hafi fundið 20 grömm af kannabisefnum hjá húsráðanda einum við hefðbundið eftirlit með fíkniefnum í umdæminu.

Enn fremur framvísaði farþegi í bifreið, sem stöðvuð var við eftirlit, kannabisefni sem viðkomandi var með á sér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.