Sláandi munur á Liverpool fyrir og eftir komu Van Dijk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2019 08:30 Van Dijk í baráttunni við Marcus Rashford. Vísir/Getty Liverpool gerði Virgil van Dijk að dýrasta varnarmanni í heimi, á þeim tíma, í janúar á síðasta ári. Síðan þá hefur þessi 28 ára Hollendingur verið einn besti knattspyrnumaður í heimi. Munurinn á Liverpool í 61 leik fyrir komu Van Dijk og þeim 61 leik sem hann hefur leikið er hreint út sagt sláandi. Sky Sports bar saman 61 leik fyrir komu Van Dijk og svo þá 61 leik sem hann hefur leikið fyrir Liverpool. Það er þó vert að taka fram að koma markvarðarins Alisson frá Roma hefur einnig hjálpað til við að bæta varnarleik liðsins. Þá má einnig nefna félaga Van Dijk í miðverðinum, Joël Matip, en Kamerúninn með löngu lappirnar hefur blómstrað við hlið Hollendingsins. Fabinho, djúpi miðjumaður Liverpool, á einnig hrós skilið að ógleymdum mögnuðum sóknarbakvörðum liðsins, þeim Trent Alexander-Arnold og Andrew Robertson. Alls hefur Van Dijk leikið 61 leik fyrir Liverpool og því tók Sky saman tölfræði yfir síðusta 61 leik sem Liverpool lék áður en hann kom og þá leiki sem miðvörðurinn stóri og stæðilegi hefur leikið fyrir félagið.Ótrúlegur munur1. Sigurhlutfall liðsins hefur farið úr 57% upp í 75%. 2. Í 61 leik fyrir komu Van Dijk fékk Liverpool á sig 70 mörk, í 61 leik með Van Dijk er þessi tala komin niður í 32 mörk. 3. Liðið fór úr því að halda marki sínu hreinu 21 sinni yfir í að halda því hreinu 31 sinni. 4. Mistökum sem leiða til marka hefur fækkað úr 14 niður í fimm. 5. Að lokum hefur liðið farið úr því að fá á sig 17 mörk úr föstum leikatriðum niður í aðeins 11. Það er því ljóst að koma Van Dijk hefur gjörbylt leik Liverpool. Nú er bara að bíða og sjá hvort það dugi til að landa Englandsmeistaratitlinum sjálfum.@VirgilvDijk has started 60 of Liverpool’s 61 PL games since he signed in Jan 2018 - this is how they have performed compared to the 61 PL matches beforehand pic.twitter.com/5qaUS1LFE6 — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) October 20, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ef ég væri Ole væri ég stoltur og pirraður José Mourinho, fyrrum þjálfari Manchester United, var á leik liðsins gegn Liverpool á Old Trafford í dag sem starfsmaður Sky Sports. Þar var hann ásamt þeim Roy Keane, Graeme Souness, Gary Neville, Jamie Carragher og Dave Jones. 20. október 2019 22:15 Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30 Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Liverpool gerði Virgil van Dijk að dýrasta varnarmanni í heimi, á þeim tíma, í janúar á síðasta ári. Síðan þá hefur þessi 28 ára Hollendingur verið einn besti knattspyrnumaður í heimi. Munurinn á Liverpool í 61 leik fyrir komu Van Dijk og þeim 61 leik sem hann hefur leikið er hreint út sagt sláandi. Sky Sports bar saman 61 leik fyrir komu Van Dijk og svo þá 61 leik sem hann hefur leikið fyrir Liverpool. Það er þó vert að taka fram að koma markvarðarins Alisson frá Roma hefur einnig hjálpað til við að bæta varnarleik liðsins. Þá má einnig nefna félaga Van Dijk í miðverðinum, Joël Matip, en Kamerúninn með löngu lappirnar hefur blómstrað við hlið Hollendingsins. Fabinho, djúpi miðjumaður Liverpool, á einnig hrós skilið að ógleymdum mögnuðum sóknarbakvörðum liðsins, þeim Trent Alexander-Arnold og Andrew Robertson. Alls hefur Van Dijk leikið 61 leik fyrir Liverpool og því tók Sky saman tölfræði yfir síðusta 61 leik sem Liverpool lék áður en hann kom og þá leiki sem miðvörðurinn stóri og stæðilegi hefur leikið fyrir félagið.Ótrúlegur munur1. Sigurhlutfall liðsins hefur farið úr 57% upp í 75%. 2. Í 61 leik fyrir komu Van Dijk fékk Liverpool á sig 70 mörk, í 61 leik með Van Dijk er þessi tala komin niður í 32 mörk. 3. Liðið fór úr því að halda marki sínu hreinu 21 sinni yfir í að halda því hreinu 31 sinni. 4. Mistökum sem leiða til marka hefur fækkað úr 14 niður í fimm. 5. Að lokum hefur liðið farið úr því að fá á sig 17 mörk úr föstum leikatriðum niður í aðeins 11. Það er því ljóst að koma Van Dijk hefur gjörbylt leik Liverpool. Nú er bara að bíða og sjá hvort það dugi til að landa Englandsmeistaratitlinum sjálfum.@VirgilvDijk has started 60 of Liverpool’s 61 PL games since he signed in Jan 2018 - this is how they have performed compared to the 61 PL matches beforehand pic.twitter.com/5qaUS1LFE6 — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) October 20, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ef ég væri Ole væri ég stoltur og pirraður José Mourinho, fyrrum þjálfari Manchester United, var á leik liðsins gegn Liverpool á Old Trafford í dag sem starfsmaður Sky Sports. Þar var hann ásamt þeim Roy Keane, Graeme Souness, Gary Neville, Jamie Carragher og Dave Jones. 20. október 2019 22:15 Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30 Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Mourinho: Ef ég væri Ole væri ég stoltur og pirraður José Mourinho, fyrrum þjálfari Manchester United, var á leik liðsins gegn Liverpool á Old Trafford í dag sem starfsmaður Sky Sports. Þar var hann ásamt þeim Roy Keane, Graeme Souness, Gary Neville, Jamie Carragher og Dave Jones. 20. október 2019 22:15
Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30
Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15