Enski boltinn

Mourinho: Ef ég væri Ole væri ég stoltur og pirraður

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
José Mourinho á Old Trafford í dag.
José Mourinho á Old Trafford í dag.
José Mourinho, fyrrum þjálfari Manchester United, var á leik liðsins gegn Liverpool á Old Trafford í dag sem starfsmaður Sky Sports. Þar var hann ásamt þeim Roy Keane, Graeme Souness, Gary Neville, Jamie Carragher og Dave Jones.Mourinho missti starfið sem þjálfari Manchester United eftir 3-1 tap gegn Liverpool á Anfield fyrir ári síðan. Ole Gunnar Solskjær tók við og eftir frábæra byrjun var hann ráðinn til þriggja ára. Síðan hann skrifaði undir hefur hins vegar gengi United súrnað alla verulega og sem stendur er liðið í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir leik dagsins var því reiknað með leik kattarins að músinni.Mourinho fann til með Solskjær eftir leik.„Ole og leikmenn Manchester United eru svekktir eftir að hafa lagt allt þetta á sig, gert ein mistök og tapað tveimur stigum,“ sagði Mourinho á Sky eftir leik. Mistökin sem um er ræðir er þegar Marcos Rojo og Ashley Young virtust dáleiddir á sama tíma til að láta knöttinn fara til Adam Lallana sem gat ekki annað en jafnað.„Ef ég væri Ole væri ég stoltur og pirraður af því strákarnir gáfu allt sem þeir áttu. Ég bað um baráttu fyrir leik og þeir gerðu meira en það,“ sagði Mourinho einnig. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.