Erlent

Fimm létu lífið í ó­eirðum í Santíagó

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælin hófust þegar ríkisstjórn landsins ákvað að hækka fargjöld í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.
Mótmælin hófust þegar ríkisstjórn landsins ákvað að hækka fargjöld í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Getty

Fimm létu lífið þegar óeirðarseggir réðust inn í fataverksmiðju í Santiago höfuðborg Chile í gærkvöldi.

Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga og hefur herinn skorist í leikinn og beitt táragasi og háþrýstivatnsbyssum á fólkið.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í höfuðborginni og stendur til að gera slíkt hið sama í fleiri borgum í dag.

Mótmælin hófust þegar ríkisstjórn landsins ákvað að hækka fargjöld í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar og þrátt fyrir að hætt hafi verið við þá hækkun hafa mótmælin haldið áfram og snúast nú um þann ójöfnuð sem er á milli hinna ríku og annarra íbúa landsins.


Tengdar fréttir

Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið

Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.