Erlent

Reyna að koma á frið í Santiago

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Santiago, höfuðborg Chile, vegna óeirða sem brutust út í kjölfar fjölmennra mótmæla síðustu nótt. Mótmælendur, sem flestir voru ungt fólk,  streymdu út á götur vegna mikilla verðhækkana á lestar- og strætisvagnafargjöldum. Aðgerðirnar voru friðsamlegar framan af en í gærkvöldi kveiktu hópar mótmælenda í lestarmiðasölum og strætisvagni.

Mótmælendur köstuðu einnig steinum að lögreglu og réðust að lögreglubíl. Óeirðalögregla beitti táragasi og kylfum á fólkið. Á meðan neyðarástandið varir er yfirvöldum meðal annars heimilt að takmarka fundarfrelsi fólks, sem ætlað er að koma í veg fyrir frekari aðgerðir.

Sebastián Piñera forseti sagði að tilgangurinn með því að lýsa yfir neyðarástandi, væri meðal annars að koma í veg fyrir skemmdir á eignum og koma frið á í Santiago. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.