Erlent

Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Andstæðingar Brexit mótmæltu um helgina.
Andstæðingar Brexit mótmæltu um helgina. Nordicphotos/Getty

Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að.

Boris Johnson forsætisráðherra varð fyrir enn einu áfallinu á laugardag þegar þingmenn neðri deildar samþykktu breytingartillögu sem neyddi hann til að sækja um frest á Brexit. Þannig þyrfti að vera búið að samþykkja allar nauðsynlegar lagabreytingar vegna Brexit áður en hægt yrði að afgreiða samninginn.

Þingið kom saman á laugardegi í fyrsta sinn í 37 ár til að fjalla um Brexit samninginn sem Johnson náði í Brussel fyrir helgi. Eftir atkvæðagreiðsluna var sent bréf til Brussel til að biðja um frest en það var þó ekki undirritað af forsætisráðherranum. Annað bréf var sent þar sem Johnson útskýrði af hverju hann teldi frestun vera mistök.

Dominic Raab utanríkisráðherra sagðist í gær vera vongóður um að nægur fjöldi þingmanna styðji Brexit samninginn. Hægt yrði að afgreiða hann í vikunni og standa við dagsetningu útgöngu.


Tengdar fréttir

Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á.

Þinghóparnir gætu tvístrast

Stund sannleikans rennur upp í dag fyrir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um hvort hann nær að koma útgöngusamningnum í gegnum breska þingið. Þrír hópar, sem skipta mestu máli, liggja nú yfir samningnum og gera upp hug sinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.