Enski boltinn

Sol Campbell, Hermann Hreiðars og Andy Cole taka við liði sem tapaði 7-1 í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sol Campbell og Hermann Hreiðarson samtaka í leik með Portsmouth.
Sol Campbell og Hermann Hreiðarson samtaka í leik með Portsmouth. Getty/AMA/Corbis
Sol Campbell er orðinn knattspyrnustjóri enska félagsins Southend og flestir ættu líka að þekkja vel til aðstoðarmanna hans.Sol Campbell hætti með Macclesfield í sumar en hefur skrifað undir samning út tímabilið 2021-22.Hermann Hreiðarsson verður aðstoðarmaður Sol Campbell og Andy Cole þjálfar framherja liðsins.Hermann lék á sínum tíma 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni og Andy Cole skoraði 187 mörk í 414 leikjum í deildinni. Sol Campbell spilaði sjálfur 503 leiki i ensku úrvalsdeildinni.Þjálfarateymið er því með samanlagt 1249 leiki á bakinu og það er því engin smá reynsla þar.Hermann og Andy Cole léku með Sol Campbell hjá Portsmouth og unnu líka með honum hjá Macclesfield í D-deildinni.Staðan er ekki góð hjá Southend í C-deildinni þar sem liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórtán leikjum sínum. Liðið tapaði 7-1 á móti Doncaster á þriðjudagskvöldið.Sol Campbell horfði upp á tapið en tók ekki við fyrr en eftir leikinn. Gary Waddock tók við liðinu tímabundið og stjórnaði Southend í tapinu í gærkvöldi.Southend reyndi að ráða Henrik Larsson, fyrrum leikmann Celtic, Manchester United og sænska landsliðið, en ekkert varð að því. Félagið hefur verið að leita að nýjum framtíðarstjóra eftir að Kevin Bond hætti með liðið snemma í september.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.