Enski boltinn

Yfirmaður dómaranna í Skotlandi lést eftir langvarandi veikindi

Anton Ingi Leifsson skrifar
John Flemginn er látinn.
John Flemginn er látinn. mynd/skoska knattspyrnusambandið

John Fleming, yfirmaður dómaramála hjá skoska knattspyrnusambandinu, er látinn 62 ára að aldri en hann lést eftir langvarandi baráttu við veikindi.

Fleming hafði verið yfirmaður dómaranna í Skotlandi í átta ár en hann kom fyrst inn í störf sambandsins árið 2009. Hann naut mikillar virðingar í starfi.

Fleming var í hæsta flokki dómara í Skotlandi þegar hann var enn að dæma og var á lista FIFA frá 1994 til 1997. Hann var hluti af dómarateymi Skota á EM í Englandi 1996.

Hann vann einnig fyrir UEFA þar sem hann var meðal annars eftirlitsmaður dómara í Evrópukeppnum og landsleikjum, sama starf og Kristinn Jakobsson, fyrrum milliríkjadómari, hefur sinnt undanfarin ár fyrir Íslands hönd.


 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.